Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 27. maí 2023 19:04
Brynjar Ingi Erluson
England: Luton Town upp í ensku úrvalsdeildina (Staðfest)
Luton mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili!
Luton mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili!
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Coventry 1 - 1 Luton (5-6, eftir vítakeppni)
0-1 Jordan Clark ('23 )
1-1 Gustavo Hamer ('66 )

Luton Town er komið upp í ensku úrvalsdeildina og mun liðið því spila í efstu deild í fyrsta sinn síðan árið 1992.

Luton var sterkara liðið til að byrja með. Tom Lockyer náði að stanga boltann í netið snemma leiks en var dæmdur brotlegur í aðdragandanum.

Lockyer, sem er fyrirliði Luton, hneig til jarðar nokkrum mínútum síðar og var fluttur með hraði á sjúkrahús. Skelfilegt atvik í alla staði en Luton tilkynnti það þegar á leið að hann væri með meðvitund og á leið í frekari rannsóknir.

Jordan Clark kom Luton í 1-0 á 23. mínútu. Það kom langur bolti fram á Elijah Adebayo sem lagði hann fyrir Clark sem skoraði með góðu skoti framhjá Ben Wilson.

Luton kom boltanum í þriðja sinn í netið leiknum undir lok fyrri hálfleiks en aftur var mark dæmt af liðinu. Staðan í hálfleik var 1-0 en Coventry svaraði fyrir sig í síðari hálfleik.

Gustavo Hamer jafnaði metin með góðu skoti eftir sendingu frá Viktor Gyokeres.

Mörkin urðu ekki fleiri eftir venjulegan leiktíma en undir lok framlengingar komu Luton boltanum í netið í fjórða sinn en markið enn og aftur dæmt af. Joe Taylor fékk hann í höndina og því réttur dómur.

Í vítaspyrnukeppninni skoraði Luton úr öllum sex spyrnum sínum en Fankaty Dabo skaut sjöttu spyrnu Coventry yfir markið og er það því Luton sem mun spila í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Luton spilaði síðast í efstu deild tímabilið 1991-1992, en það var einmitt síðasta tímabilið áður en úrvalsdeildin var sett á laggirnar.
Athugasemdir
banner
banner