Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
   þri 27. júlí 2021 21:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Hjaltalín: KSÍ á nógu mikla peninga til að fá hlutlausan dómara
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er alveg hrillilega pirraður, við vorum alveg úti að skíta í fyrri hálfleik, eginlega bara hræðilegir, létum dómarann fara alltof mikið í taugarnar á okkur á fyrstu mínútunum, ég veit ekki hvað hann var að gera þarna stærstann part úr leiknum." sagði Orri Freyr Hjaltalín þjálfari Þórs alveg brjálaður eftir 2-0 tap liðsins gegn Fram.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  2 Fram

„Það koma ein eða tvær glórulausar tæklingar sem hann sleppir og farið í hausinn á markmanninum í tvígang svo er hann búinn að henda spjöldum á hálft liðið mitt í fyrri hálfleik fyrir lítið sem ekki neitt. Þetta var bara til skammar hvernig hans framkoma var í leiknum í dag." bætti Orri við um Guðgeir Einarsson dómara leiksins.

Hann var ekki sáttur með línuna hjá dómaranum.

„Þú setur einhverja línu og ferð eftir henni, getur ekki leyft einhverjum gæja að hlaupa sex metra og dúndra einhverjum niður og bara tiltal, svo var hann að spjalda fyrir ég veit hreinlega ekki hvað en hann tapaði ekki leiknum fyrir okkur, við sáum um það sjálfir í fyrri hálfleik."

Jóhann Helgi Hannesson kemur inná í hálfleik og lífgar uppá sóknarleik Þórs. Varnarmaður Fram fer ansi hátt með fótinn gegn honum á loka mínútunni og í kjölfarið skorar Fram seinna markið.

„Hann sparkar í hausinn á mínum manni inn í teig en það atvik ásamt svona 50 í viðbót virtist hann ekki sjá í þessum leik þannig að þessi dómur kom mér í raunninni ekkert á óvart."

„Vonandi fáum við einhverja almennilega sendingu næst svo vil ég líka taka það fram að það er gjörsamlega galið að vera með aðstoðardómara frá hinu liðinu á Akureyri þetta myndi aldrei vera tekið í mál í Reykjavík, KSÍ á alveg nógu mikla peninga til að geta fengið einhvern hlutlausann í að koma hérna og dæma þessa leiki. Ég er búinn að horfa á hans frammistöðu hjá okkur í síðustu leikjum og hún hefur ekki verið okkur í hag ef við orðum það pent."
Athugasemdir
banner
banner
banner