Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   þri 27. júlí 2021 21:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Hjaltalín: KSÍ á nógu mikla peninga til að fá hlutlausan dómara
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er alveg hrillilega pirraður, við vorum alveg úti að skíta í fyrri hálfleik, eginlega bara hræðilegir, létum dómarann fara alltof mikið í taugarnar á okkur á fyrstu mínútunum, ég veit ekki hvað hann var að gera þarna stærstann part úr leiknum." sagði Orri Freyr Hjaltalín þjálfari Þórs alveg brjálaður eftir 2-0 tap liðsins gegn Fram.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  2 Fram

„Það koma ein eða tvær glórulausar tæklingar sem hann sleppir og farið í hausinn á markmanninum í tvígang svo er hann búinn að henda spjöldum á hálft liðið mitt í fyrri hálfleik fyrir lítið sem ekki neitt. Þetta var bara til skammar hvernig hans framkoma var í leiknum í dag." bætti Orri við um Guðgeir Einarsson dómara leiksins.

Hann var ekki sáttur með línuna hjá dómaranum.

„Þú setur einhverja línu og ferð eftir henni, getur ekki leyft einhverjum gæja að hlaupa sex metra og dúndra einhverjum niður og bara tiltal, svo var hann að spjalda fyrir ég veit hreinlega ekki hvað en hann tapaði ekki leiknum fyrir okkur, við sáum um það sjálfir í fyrri hálfleik."

Jóhann Helgi Hannesson kemur inná í hálfleik og lífgar uppá sóknarleik Þórs. Varnarmaður Fram fer ansi hátt með fótinn gegn honum á loka mínútunni og í kjölfarið skorar Fram seinna markið.

„Hann sparkar í hausinn á mínum manni inn í teig en það atvik ásamt svona 50 í viðbót virtist hann ekki sjá í þessum leik þannig að þessi dómur kom mér í raunninni ekkert á óvart."

„Vonandi fáum við einhverja almennilega sendingu næst svo vil ég líka taka það fram að það er gjörsamlega galið að vera með aðstoðardómara frá hinu liðinu á Akureyri þetta myndi aldrei vera tekið í mál í Reykjavík, KSÍ á alveg nógu mikla peninga til að geta fengið einhvern hlutlausann í að koma hérna og dæma þessa leiki. Ég er búinn að horfa á hans frammistöðu hjá okkur í síðustu leikjum og hún hefur ekki verið okkur í hag ef við orðum það pent."
Athugasemdir
banner