Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fim 27. september 2018 16:00
Magnús Már Einarsson
Besti dómarinn: Átti ekki von á að þetta væri svona gaman
Elías Ingi Árnason - Dómari ársins í Pepsi-deild kvenna
Kvenaboltinn
Elías Ingi Árnason að störfum í Pepsi-deild kvenna.
Elías Ingi Árnason að störfum í Pepsi-deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig langar að byrja á að þakka ykkur kærlega fyrir þessa viðurkenningu. Ég held að ég geti verið ánægður með frammistöðuna heilt yfir. Klikkaði á einu gulu spjaldi snemma í sumar en annað var örugglega „spot on“ sagði Elías Ingi Árnason, dómari ársins í Pepsi-deild kvenna hjá Fótbolta.net.

Keppni í Pepsi-deild kvenna var fjörug í sumar og Elíasi fannst deildin vera skemmtilegt. „Já virkilega. Mér finnst stelpurnar alltaf koma betur og betur undirbúnar inn í mótið og það skilar sér í betra, jafnara og skemmtilegra Íslandsmóti. Nokkur óvænt úrslit líka og svo barátta lengst af bæði á toppi og botni."

Elías spilaði sjálfur lengi fótbolta í meistaraflokki með liðum eins og ÍBV, ÍR og Tindastóli áður en hann byrjaði að dæma.

„Ég var einn af þessum leikmönnum sem taldi nauðsynlegt að aðstoða dómarana mikið í hverjum leik þannig að mér hefur alltaf fundist mjög gaman að dæma en viðurkenni að þegar ég byrjaði fyrir þremur árum átti ég ekki von á að þetta væri svona gaman."

„Félagsskapurinn er frábær, bara eins og hjá fótboltaliðunum er flóran ansi breið en langflestir eru miklir fagmenn. Ferðalögin eru svo auðvitað forréttindi, að ferðast um Ísland á launum er bara frábært. Þeir sem hafa svo gæðin í að fara alla leið í dómarastörfunum fá svo einnig verkefni erlendis,"
sagði Elías að lokum.
Athugasemdir
banner
banner