Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   sun 27. september 2020 10:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Sheffield Utd og Leeds: Roberts inn fyrir meiddan Hernandez
Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 11:00 og er það viðureign Sheffield United og Leeds. Leikurinn fer fram á Bramall Lane og er í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Sheffield hefur tapað báðum leikjum sínum í deildinni á meðan Leeds vann Fulham í sjö marka leik um síðustu helgi.

Chris Wilder, stjóri Sheffield, gerir þrjár breytingar á sínu lið frá 1-0 tapinu gegn Aston Villa í síðustu umferð. Ethan Ampadu byrjar sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Jack Robinson og Ben Osborn koma einnig inn í liðið. John Egan er í leikbanni, Jack O'Connell er ekki í hópnum og John Fleck fer á bekkinn.

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, gerir eina breytingu frá 4-3 sigrinum gegn Fulham. Tyler Roberts byrjar í stað Pablo Hernandez sem er meiddur.

Byrjunarlið Sheffield Utd: Ramsdale, Baldock, Basham, Ampadu, Robinson, Stevens, Lundstram, Berge, Osborn, Burke, McGoldrick.

Byrjunarlið Leeds: Meslier, Ayling, Koch, Cooper, Dallas, Phillips, Klich, Costa, Roberts, Harrison, Bamford.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner