Jóhann Árni Gunnarsson er efstur á óskalista KR ef marka má heimildir Kristjáns Óla Sigurðssonar, einn af sérfræðingum Dr Football.
Jóhann Árni er tvítugur miðjumaður sem valinn var efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar. Hann var einnig valinn í lið ársins. Jóhann skrifaði fyrr á þessu ári undir tveggja ára samning við Fjölni en síðasta vetur var fjallað um að bæði Fylkir og ÍA hefðu áhuga á Jóhanni.
Jóhann Árni er tvítugur miðjumaður sem valinn var efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar. Hann var einnig valinn í lið ársins. Jóhann skrifaði fyrr á þessu ári undir tveggja ára samning við Fjölni en síðasta vetur var fjallað um að bæði Fylkir og ÍA hefðu áhuga á Jóhanni.
„Enn og aftur ætla Kringar að leita í Grafarvoginn eftir liðsstyrk. Jóhann Árni Gunnarson er efstur á óskalistanum," skrifar Kristján Óli á Twitter.
KR krækti í Ægi Jarl Jónasson frá Fjölni fyrir nokkrum árum og þá gekk Grétar Snær Gunnarsson í raðir KR frá Fjölni fyrir síðasta tímabil. Kennie Chopart fór þá einnig í KR frá Fjölni eftir tímabilið 2015.
Enn og aftur ætla Kringar að leita í Grafarvoginn eftir liðsstyrk. Jóhann Árni Gunnarson er efstur á óskalistanum.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) September 27, 2021
Athugasemdir