Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   þri 27. september 2022 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Ætlaði að sanna sig í dag - „Ég hafði engu að tapa"
Mikael Neville Anderson
Mikael Neville Anderson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Ísland gegn Albaníu í Þjóðadeildinni í kvöld en hann var staðráðinn í að setja mark sitt á leikinn og það er bókstaflega það sem hann gerði.

Mikael kom inná sem varamaður á 69. mínútu og var mikil ógn í sóknarleik Íslands eftir að hann kom inn.

Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði hann svo jöfnunarmarkið eftir glæsilega sendingu frá Þóri Jóhanni Helgasyni.

Annað mark hans fyrir landsliðið en hann ræddi við Hörð Magnússon á Viaplay eftir leik.

„Ég var bara mjög ánægður. Við áttum þetta skilið. Ég var frekar óheppinn með 'volley-ið' en mig langaði að skora og það var langt síðan. Þetta var annað mark mitt fyrir landsliðið og ánægður með frammistöðuna hjá liðinu. Geggjuð frammistaða og mjög sáttur með úrslitin."

„Ég hafði engu að tapa. Ég spilaði fimm mínútur í leiknum á móti Venesúela og ætlaði að sýna eitthvað í dag þegar ég myndi koma inná. Ég gerði það og ánægður með það en eins og ég sagði liðið er fyrst og fremst mikilvægast og frábær liðsframmistaða og ánægður með hjartað í liðinu,"
sagði Mikael.

Alfreð Finnbogason, Guðlaugur Victor Pálsson og Aron Einar Gunnarsson komu aftur inn í hópinn fyrir þetta verkefni, en hann segir það ánægjulegt að fá þá inn. Mikael telur sig þó ekki með yngri leikmönnum lengur, enda 24 ára.

„Ég myndi ekki segja að ég væri ungur. Ég er 24 ára en kominn með reynslu hjá félagsliði. Geggjað að fá eldri leikmenn inn og koma með mikið af reynslu. Gefa svo mikið af sér og hjálpa og frábært að fá þá inn því það hjálpar öllum," sagði Mikael í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner