Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mán 27. nóvember 2023 11:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áslaug Dóra í Örebro (Staðfest)
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Miðvörðurinn Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Örebro.

Hún kemur til félagsins frá Selfossi en hún skrifar undir samning sem gildir til ársins 2025.

Áslaug Dóra er tvítug að aldri en Rickard Johansson, þjálfari Örebro, fagnar því að fá hana til félagsins. „Miðað við það hvernig ég vil að við spilum árið 2024, þá höfum við verið að leita að miðverði sem passar við þann leikstíl. Við viljum líka finna leikmenn sem við sjáum mikla möguleika í það að þróast."

„Þegar við fundum Áslaugu sáum við leikmann sem passar inn í það sem við erum að leita að," segir Johannsson.

Hann segir það spennandi að sjá Áslaugu í sterkari deild en hann telur hana hafa burði til að ná langt.

„Ég er gríðarlega ánægð og mjög spennt. Það er góð tilfinning að skrifa undir hjá Örebro þar sem það hefur alltaf verið draumur hjá mér að spila erlendis. Ég hlakka til að hitta liðsfélaga mína og byrja tímabilið."

Áslaug Dóra var hluti af liði Selfoss sem féll úr Bestu deildinni í sumar. Hún hefur spilað 120 KSÍ-leiki þrátt fyrir að vera bara tvítug. Hún á þá leiki að baki fyrir flest yngri landslið Íslands.

Hún er annar Íslendingurinn sem gengur í raðir Örebro í ár en miðjumaðurinn Bergþóra Sól Ásmundsdóttir samdi við félagið fyrr á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner