Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mið 27. nóvember 2024 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Van Nistelrooy að taka við Leicester - Líklega kynntur fyrir helgi
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy er að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Leicester City en þetta kemur fram í Telegraph. Félagið er að vonast eftir því að geta kynnt hann fyrir helgi.

Nistelrooy yfirgaf Manchester United á dögunum eftir að hafa stýrt liðinu í fjórum leikjum sem bráðabirgðastjóri, en hann vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli. Tveir af þessum sigrum komu einmitt gegn Leicester, í deild og bikar.

Ruben Amorim var ráðinn stjóri Man Utd á dögunum og stóð Van Nistelrooy ekki til boða að vera áfram í þjálfarateyminu.

Hollendingurinn hefur verið orðaður við nokkur störf síðan hann fór frá United en Telegraph segir að hann sé nú að taka við Leicester.

Í dag var greint frá því að hann væri í viðræðum við enska félagið en nú nálgast aðilarnir samkomulag og er vonast eftir því að félagið geti kynnt hann fyrir helgi. Leicester mætir Brentford á laugardag og mun Ben Dawson líklega stýra þeim leik.

Leicester lét Steve Cooper taka poka sinn eftir 2-1 tapið gegn Chelsea um helgina en nýliðarnir eru í 16. sæti deildarinnar með 10 stig eftir tólf umferðir, aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner