Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. desember 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Steinn: Langar að spila með fullorðnum karlmönnum
Mynd: Fótbolti.net - Ungstirnin
Orri Steinn í leik með FCK
Orri Steinn í leik með FCK
Mynd: FC Kaupmannahöfn
Orri Steinn Óskarsson leikmaður FCK var gestur í hlaðvarpsþættinum Ungstirnin á dögunum.

Orri spilaði sinn fyrsta leik í Meistaraflokki 13 ára gamall árið 2018 en hann skoraði þá þrjú mörk í þremur leikjum fyrir Gróttu í 2. deild.

Eins og fyrr segir er hann leikmaður FCK í dag en hann skoraði hvorki fleiri né færri en 43 mörk í 37 leikjum á árinu í unglinga og varaliði félagsins.

Arnar Laufdal Arnarsson stjórnaði þættinum en Elvar Geir Magnússon var gestastjórnandi í þetta sinn. Elvar spurði Orra hvort hann vilji ekki fara komast í fullorðinsbolta.

„Mig langar að fara spila með fullorðnum karlmönnum. Ég fékk aðeins að kynnast því með u21 árs landsliðinu og þegar ég spilaði með varaliðinu en varaliðsleikirnir í Dannmörku eru rosalega fáir. Mig langar að koma mér í aðallið FCK, vonandi mun það takast."

Fannst Orra hann eiga skilið að fá tækifæri með aðalliði FCK á síðustu leiktíð?

„Ég hugsa ekki þannig, ég hugsa að þjálfararnir hafa eitthvað plan fyrir mig og ég treysti þeim 100%, ef þeir segja að ég sé ekki tilbúinn þá er ég ekki tilbúinn."

Það vakti athygli hjá Elvari að Orri lék 37 leiki á árinu en það er ekki þekkt að drengir á hans aldri spili svona marga leiki á Íslandi. Þarf ekki að bæta við leikjum hér á landi?

„Klárlega, það eru alltof fáir leikir á Íslandi, t.d. í Pepsi deildinni. Það er gott fyrir leikmenn til að bæta sig og vera í betra formi. Það er gaman að horfa á þetta, toppliðin saman og neðri hlutinn saman, byggist allt á spennu."

Efsta deildin á Íslandi verður með breyttu sniði næsta sumar þar sem leikjum fjölgar og deildin skiptist í tvennt undir lokin og efstu liðin spila innbyrðis og neðstu liðin innbyrðis. Það er þekkt fyrirkomulag í Dannmörku.

Sjá einnig:
Orri Steinn skoraði 43 mörk í 37 leikjum á árinu
Orri Steinn 13 ára með tvennu í 2. deild - „ætlaði að ná þrennunni"
Ungstirnin - Tveir af okkar efnilegustu í hátíðarþætti
Athugasemdir
banner
banner