Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 28. janúar 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester United reyndi á síðustu stundu að fá Augustin
Jean-Kevin Augustin gekk í raðir Leeds.
Jean-Kevin Augustin gekk í raðir Leeds.
Mynd: Getty Images
Manchester United reyndi að fá franska framherjann Jean-Kevin Augustin stuttu áður en hann gekk í raðir Leeds United í gær. Þetta er samkvæmt David Ornstein hjá The Athletic.

Man Utd hefur skoðað það að fá sóknarmann út tímabilið vegna meiðslavandræða.

Edinson Cavani, Islam Slimani og Odion Ighalo hafa verið orðaðir við United, en félag reyndi víst að fá Augustin. Það gekk hins vegar ekki þar sem Leeds hafi einfaldlega gert meira til að fá hann og félagaskipti hans þangað voru langt komin.

Crystal Palace hafði áhuga á Augustin síðasta sumar, en Brighton og Newcastle höfðu nýlega sýnt áhuga á honum ásamt Man Utd.

Ornstein segir að Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, hafi verið mjög mikilvægur í skiptum Augustin. Bielsa og umboðsmaður Frakkans eiga í góðu sambandi.

Leeds fékk hinn 22 ára gamla Augustin á láni frá RB Leipzig út leiktíðina. Hann á að hjálpa Leeds í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Man Utd missti af Augustin til Leeds, en Bruno Fernandes virðist færast nær Rauðu djöflunum.
Athugasemdir
banner
banner