Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   lau 28. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Erla Sól úr Haukum í FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

FH var að krækja í efnilegan leikmann frá nágrönnum sínum í Haukum. 


Hin 19 ára gamla Erla Sól Vigfúsdóttir er búin að gera tveggja ára samning við FH eftir að hafa komið upp í gegnum akademíuna hjá Haukum.

Erla Sól á 64 keppnisleiki að baki fyrir Hauka þrátt fyrir ungan aldur. Hún féll með liðinu úr Lengjudeildinni í fyrra en í stað þess að fara niður um deild fer hún upp um deild með FH. Það verður áhugavert að fylgjast með Erlu Sól í Bestu deildinni í sumar, hvort hún geti tekið stökkið eftir 51 leik í Lengjudeildinni.

Erla er fjölhæfur varnar- og miðjumaður sem á fimm leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands, U17 og U16.

„Það er ánægjuefni að Erla velji Kaplakrika sem næsta skref á sínum ferli og verður gaman að sjá hana vaxa með okkur," segir meðal annars í tilkynningu frá Lengjudeildarmeisturum FH.


Athugasemdir
banner
banner
banner