Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 28. janúar 2023 18:47
Ívan Guðjón Baldursson
Marseille staðfestir samkomulag um Ounahi
Ounahi skein skært á heimsmeistaramótinu og var stór partur af ástæðunni fyrir mögnuðum árangri Marokkó.
Ounahi skein skært á heimsmeistaramótinu og var stór partur af ástæðunni fyrir mögnuðum árangri Marokkó.
Mynd: EPA

Franska félagið Marseille er að ganga frá kaupum á marokkóska landsliðsmanninum Azzedine Ounahi.


Ounahi vakti mikla athygli á sér með frammistöðu sinni á HM í Katar en hann hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Angers undanfarna mánuði.

Ounahi er 22 ára gamall og var meðal annars eftirsóttur af Napoli og Leeds United áður en hann ákvað að velja Marseille sem næsta áfangastað.

Kaupverðið er óuppgefið og eru mismunandi fjölmiðlar með mismunandi ágiskanir. Hinn áreiðanlegi Fabrizio Romano talar um 10 milljónir evra sem heildar kaupverð en Sky Sports talar um 20 milljónir punda - sem er meira en tvöfalt hærri upphæð.

Ounahi mun berjast við menn á borð við Matteo Guendouzi, Jordan Veretout og Ruslan Malinovskyi um sæti í liðinu. Amine Harit, samlandi Ounahi frá Marokkó, er einnig partur af leikmannahópi Marseille.


Athugasemdir
banner
banner
banner