Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 16. júní 2025 22:43
Snæbjört Pálsdóttir
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Kvenaboltinn
Donni þjálfari Tindastóls
Donni þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll tapaði illa i kvöld 5-1 gegn FH í kaplakrikanum eftir að hafa leitt í hálfleik 0-1 

„Svekkjandi 5-1 tap það er akkúrat bara viðbrögðin sko, við hérna fyrri hálfleikur var rosa flottur, vorum mjög ánægðir með liðið í fyrri hálfleik, bara ótrúlega flott orka, stóðu sig vel, skorum flott mark, skot í slá, önnur færi datt svona bara ekki alveg inn í fyrri, fleirri mörk" Sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Tindastóls.


Lestu um leikinn: FH 5 -  1 Tindastóll

„Seinni hálfleikur að sama skapi slakur, aðalatriðið var að FH myndi ekki skora snemma, því þá fengju þær pínu svona blóð og stemmingu með sér, það er brjáluð stemming í FH og það gerðist því miður bara eftir mínútu, eina og hálfa eitthvað svoleiðis og þá gengu þær svolítið á lagið"

„Mér fannst hérna pínu leiðinlegt hvernig liðið, pínu brotnaði og varð þreyttara og þreyttara einhvern veginn og við náðum ekki að halda í við þær að neinu leyti og FH bara ógeðslega flottar í seinni hálfleik og erfitt við þær að eiga."

„Við hefðum klárlega geta gert betur í sumum af þessum mörkum, það er enginn spurning með það, við vitum það best sjálf."  

Næsti leikur Tindastóls og síðasti leikur fyrir EM pásu verður á föstudaginn klukkan 18:00 gegn F/H/L í Fjarðarbyggðarhöllinni 

„Við ætlum að reyna að gera bara betur en halda kannski áfram frá fyrri hálfleiknum í dag og gleyma kannski seinni hálfleiknum eða gera betur, það er nottlega bara annar leikur, önnur orrusta, annað undirlag og höll en ekki utanhúss, það er bara allt öðruvísi allt þannig við bara gírum okkur upp í þann leik og gerum okkar allra besta og sjáum hvað það skilar"

„Ég held að það sé bara geðveikt gott fyrir okkur að fá frí, við eurm búin að vera spila þetta á sömu hvað 14 leikmönnunum kannski 15 mögulega og vantar svolítið, okkur vantar leikmenn í dag sem hafa ekki verið í nokkrum leikjum núna og það verður þvílíkt gott fyrir okkur að koma endurnærð til baka eftir pásuna"

„Vonandi náum við að bæta við okkur einhverjum leikmönnum, það væri alveg frábært líka, því við erum að missa leikmenn svo í júlí, Snæfríður er að fara í skóla þannig, og ekki erum við með stærsta hópinn í heimi, við erum bara með 15 leikmenn í dag og ég held meira að segja 14 af þeim hafi bara verið spilahæfar, þannig við bara vonum það besta."


Athugasemdir
banner