Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
banner
   mán 16. júní 2025 22:43
Snæbjört Pálsdóttir
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Kvenaboltinn
Donni þjálfari Tindastóls
Donni þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll tapaði illa i kvöld 5-1 gegn FH í kaplakrikanum eftir að hafa leitt í hálfleik 0-1 

„Svekkjandi 5-1 tap það er akkúrat bara viðbrögðin sko, við hérna fyrri hálfleikur var rosa flottur, vorum mjög ánægðir með liðið í fyrri hálfleik, bara ótrúlega flott orka, stóðu sig vel, skorum flott mark, skot í slá, önnur færi datt svona bara ekki alveg inn í fyrri, fleirri mörk" Sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Tindastóls.


Lestu um leikinn: FH 5 -  1 Tindastóll

„Seinni hálfleikur að sama skapi slakur, aðalatriðið var að FH myndi ekki skora snemma, því þá fengju þær pínu svona blóð og stemmingu með sér, það er brjáluð stemming í FH og það gerðist því miður bara eftir mínútu, eina og hálfa eitthvað svoleiðis og þá gengu þær svolítið á lagið"

„Mér fannst hérna pínu leiðinlegt hvernig liðið, pínu brotnaði og varð þreyttara og þreyttara einhvern veginn og við náðum ekki að halda í við þær að neinu leyti og FH bara ógeðslega flottar í seinni hálfleik og erfitt við þær að eiga."

„Við hefðum klárlega geta gert betur í sumum af þessum mörkum, það er enginn spurning með það, við vitum það best sjálf."  

Næsti leikur Tindastóls og síðasti leikur fyrir EM pásu verður á föstudaginn klukkan 18:00 gegn F/H/L í Fjarðarbyggðarhöllinni 

„Við ætlum að reyna að gera bara betur en halda kannski áfram frá fyrri hálfleiknum í dag og gleyma kannski seinni hálfleiknum eða gera betur, það er nottlega bara annar leikur, önnur orrusta, annað undirlag og höll en ekki utanhúss, það er bara allt öðruvísi allt þannig við bara gírum okkur upp í þann leik og gerum okkar allra besta og sjáum hvað það skilar"

„Ég held að það sé bara geðveikt gott fyrir okkur að fá frí, við eurm búin að vera spila þetta á sömu hvað 14 leikmönnunum kannski 15 mögulega og vantar svolítið, okkur vantar leikmenn í dag sem hafa ekki verið í nokkrum leikjum núna og það verður þvílíkt gott fyrir okkur að koma endurnærð til baka eftir pásuna"

„Vonandi náum við að bæta við okkur einhverjum leikmönnum, það væri alveg frábært líka, því við erum að missa leikmenn svo í júlí, Snæfríður er að fara í skóla þannig, og ekki erum við með stærsta hópinn í heimi, við erum bara með 15 leikmenn í dag og ég held meira að segja 14 af þeim hafi bara verið spilahæfar, þannig við bara vonum það besta."


Athugasemdir
banner