Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   mán 16. júní 2025 22:43
Snæbjört Pálsdóttir
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Kvenaboltinn
Donni þjálfari Tindastóls
Donni þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll tapaði illa i kvöld 5-1 gegn FH í kaplakrikanum eftir að hafa leitt í hálfleik 0-1 

„Svekkjandi 5-1 tap það er akkúrat bara viðbrögðin sko, við hérna fyrri hálfleikur var rosa flottur, vorum mjög ánægðir með liðið í fyrri hálfleik, bara ótrúlega flott orka, stóðu sig vel, skorum flott mark, skot í slá, önnur færi datt svona bara ekki alveg inn í fyrri, fleirri mörk" Sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Tindastóls.


Lestu um leikinn: FH 5 -  1 Tindastóll

„Seinni hálfleikur að sama skapi slakur, aðalatriðið var að FH myndi ekki skora snemma, því þá fengju þær pínu svona blóð og stemmingu með sér, það er brjáluð stemming í FH og það gerðist því miður bara eftir mínútu, eina og hálfa eitthvað svoleiðis og þá gengu þær svolítið á lagið"

„Mér fannst hérna pínu leiðinlegt hvernig liðið, pínu brotnaði og varð þreyttara og þreyttara einhvern veginn og við náðum ekki að halda í við þær að neinu leyti og FH bara ógeðslega flottar í seinni hálfleik og erfitt við þær að eiga."

„Við hefðum klárlega geta gert betur í sumum af þessum mörkum, það er enginn spurning með það, við vitum það best sjálf."  

Næsti leikur Tindastóls og síðasti leikur fyrir EM pásu verður á föstudaginn klukkan 18:00 gegn F/H/L í Fjarðarbyggðarhöllinni 

„Við ætlum að reyna að gera bara betur en halda kannski áfram frá fyrri hálfleiknum í dag og gleyma kannski seinni hálfleiknum eða gera betur, það er nottlega bara annar leikur, önnur orrusta, annað undirlag og höll en ekki utanhúss, það er bara allt öðruvísi allt þannig við bara gírum okkur upp í þann leik og gerum okkar allra besta og sjáum hvað það skilar"

„Ég held að það sé bara geðveikt gott fyrir okkur að fá frí, við eurm búin að vera spila þetta á sömu hvað 14 leikmönnunum kannski 15 mögulega og vantar svolítið, okkur vantar leikmenn í dag sem hafa ekki verið í nokkrum leikjum núna og það verður þvílíkt gott fyrir okkur að koma endurnærð til baka eftir pásuna"

„Vonandi náum við að bæta við okkur einhverjum leikmönnum, það væri alveg frábært líka, því við erum að missa leikmenn svo í júlí, Snæfríður er að fara í skóla þannig, og ekki erum við með stærsta hópinn í heimi, við erum bara með 15 leikmenn í dag og ég held meira að segja 14 af þeim hafi bara verið spilahæfar, þannig við bara vonum það besta."


Athugasemdir
banner