Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   sun 15. júní 2025 23:27
Kjartan Leifur Sigurðsson
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Elmar Kári komst tvisvar á blað í dag.
Elmar Kári komst tvisvar á blað í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ógeðslega gott, við komum inn með það markmið að gera eitthvað eftir að hafa ekkert verið neitt geðveikir í seinustu leikjum. Gott að skora nokkur mörk og vinna, bara fullkomið," segir Elmar Kári Enesson Cogic, leikmaður Aftureldingar, eftir 4-1 sigur gegn ÍA í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  1 ÍA

Afturelding kom til baka eftir að Viktor Jónsson hafði skorað fyrsta mark leiksins eftir rúman stundarfjórðung.

„Við vorum að spila vel og vorum óheppnir að lenda undir. Svo vorum við með yfirhöndina fannst mér og setjum eitt og svo leiðir eitt af öðru og við skorum nokkur í kjölfarið."

Elmar skoraði tvívegis í dag en þetta voru hans fyrstu mörk í sumar.

„Geðveikt, búinn að bíða eftir þessu. Ég kom ekki upp á 10 inn í mótið en er nú búinn að tengja saman lengi sem er geðveikt og farinn að skora. Mikilvægast er samt að vinna."

Þétt dagskrá framundan hjá Aftureldingu sem eiga leik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Fram og svo leikur gegn ÍBV næstu helgi.

Lang skemmtilegast að spila bara og sleppa því að æfa. Afturelding hefur aldrei komist svona langt í bikar. Stuðningurinn í sumar hefur verið trylltur, bara tólfti maðurinn. Ef þetta er svona þá getum við gert góða hluti."
Athugasemdir
banner