Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 15. júní 2025 23:27
Kjartan Leifur Sigurðsson
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Elmar Kári komst tvisvar á blað í dag.
Elmar Kári komst tvisvar á blað í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ógeðslega gott, við komum inn með það markmið að gera eitthvað eftir að hafa ekkert verið neitt geðveikir í seinustu leikjum. Gott að skora nokkur mörk og vinna, bara fullkomið," segir Elmar Kári Enesson Cogic, leikmaður Aftureldingar, eftir 4-1 sigur gegn ÍA í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  1 ÍA

Afturelding kom til baka eftir að Viktor Jónsson hafði skorað fyrsta mark leiksins eftir rúman stundarfjórðung.

„Við vorum að spila vel og vorum óheppnir að lenda undir. Svo vorum við með yfirhöndina fannst mér og setjum eitt og svo leiðir eitt af öðru og við skorum nokkur í kjölfarið."

Elmar skoraði tvívegis í dag en þetta voru hans fyrstu mörk í sumar.

„Geðveikt, búinn að bíða eftir þessu. Ég kom ekki upp á 10 inn í mótið en er nú búinn að tengja saman lengi sem er geðveikt og farinn að skora. Mikilvægast er samt að vinna."

Þétt dagskrá framundan hjá Aftureldingu sem eiga leik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Fram og svo leikur gegn ÍBV næstu helgi.

Lang skemmtilegast að spila bara og sleppa því að æfa. Afturelding hefur aldrei komist svona langt í bikar. Stuðningurinn í sumar hefur verið trylltur, bara tólfti maðurinn. Ef þetta er svona þá getum við gert góða hluti."
Athugasemdir
banner
banner
banner