Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   mán 16. júní 2025 22:24
Kári Snorrason
Óskar Hrafn: Þetta hjálpar mér ekkert - Ég verð bara að trúa þeim
Óskar Hrafn segir KR vera lið í verkefni.
Óskar Hrafn segir KR vera lið í verkefni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar lutu í lægra haldi gegn Víking R. á Víkingsvelli fyrr í kvöld, lokatölur leiksins 3-2. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, segist vera ánægður með liðsframmistöðuna og telur KR hafa stýrt leiknum frá upphafi til enda.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 KR

„Í ljósi þess hvernig leikurinn spilaðist er svekkjandi að tapa. Að sama skapi stend ég hérna á móti þér og hugsa um þennan leik og er feikilega stoltur af drengjunum. Við komum sennilega á erfiðasta útivöll á Íslandi og mér fannst við stjórna leiknum frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu."

Hefði Karl Friðleifur átt að fá rautt spjald?

„Ef ég horfi á þetta út frá því sem ég er vanur. Ég átta mig ekki á tölfræðinni, eftir þennan leik er hún líklegast 99,93% fá rautt spjald af þeim sem verja boltann með hendinni inn í teig."

„Ég hef ekki séð þetta, ætla ekki að fara skoða þetta. Þetta hjálpar mér ekkert, ég verð bara að trúa þeim að þeir hafi hitt á rétta ákvörðun. En ákvörðunin var stór."

KR-liðið er í verkefni
„Við erum með 13 stig, tíu stigum á eftir Víking. Hefðum við unnið 1-0 iðnaðarsigur værum við í betri málum, en ekkert til að byggja ofan á. Þegar við erum í verkefni þá getur þú ekki reynt að stytta þér leið."

Hvar er KR statt í verkefninu?

„Það er erfitt að setja stoppistöð hvar við erum nákvæmlega, það sem ég veit er að við erum töluvert betri en í byrjun móts, til dæmis að stíga upp á andstæðinganna, betri að standa í línu, betri að leysa pressu."

„Ég met það sem svo að við erum komnir eitthvað áleiðis," segir Óskar og bætir við; „Við verðum að gera það á okkar forsendum eða kannski mínum forsendum, sem eru okkar forsendur í dag."

Viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner