Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   mán 16. júní 2025 22:24
Kári Snorrason
Óskar Hrafn: Þetta hjálpar mér ekkert - Ég verð bara að trúa þeim
Óskar Hrafn segir KR vera lið í verkefni.
Óskar Hrafn segir KR vera lið í verkefni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar lutu í lægra haldi gegn Víking R. á Víkingsvelli fyrr í kvöld, lokatölur leiksins 3-2. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, segist vera ánægður með liðsframmistöðuna og telur KR hafa stýrt leiknum frá upphafi til enda.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 KR

„Í ljósi þess hvernig leikurinn spilaðist er svekkjandi að tapa. Að sama skapi stend ég hérna á móti þér og hugsa um þennan leik og er feikilega stoltur af drengjunum. Við komum sennilega á erfiðasta útivöll á Íslandi og mér fannst við stjórna leiknum frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu."

Hefði Karl Friðleifur átt að fá rautt spjald?

„Ef ég horfi á þetta út frá því sem ég er vanur. Ég átta mig ekki á tölfræðinni, eftir þennan leik er hún líklegast 99,93% fá rautt spjald af þeim sem verja boltann með hendinni inn í teig."

„Ég hef ekki séð þetta, ætla ekki að fara skoða þetta. Þetta hjálpar mér ekkert, ég verð bara að trúa þeim að þeir hafi hitt á rétta ákvörðun. En ákvörðunin var stór."

KR-liðið er í verkefni
„Við erum með 13 stig, tíu stigum á eftir Víking. Hefðum við unnið 1-0 iðnaðarsigur værum við í betri málum, en ekkert til að byggja ofan á. Þegar við erum í verkefni þá getur þú ekki reynt að stytta þér leið."

Hvar er KR statt í verkefninu?

„Það er erfitt að setja stoppistöð hvar við erum nákvæmlega, það sem ég veit er að við erum töluvert betri en í byrjun móts, til dæmis að stíga upp á andstæðinganna, betri að standa í línu, betri að leysa pressu."

„Ég met það sem svo að við erum komnir eitthvað áleiðis," segir Óskar og bætir við; „Við verðum að gera það á okkar forsendum eða kannski mínum forsendum, sem eru okkar forsendur í dag."

Viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner