Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   mán 16. júní 2025 22:41
Kári Snorrason
Sölvi: Bjóst við rauðu spjaldi þarna
Víkingur er á toppi deildarinnar.
Víkingur er á toppi deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur kom sér á topp Bestu-deildarinnar eftir sigur á KR fyrr í kvöld. Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkings mætti sáttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 KR

„Þetta var erfiður leikur eins og við mátti búast. Þeir spila mjög djarfan og sóknarsinnaðan fótbolta. Það er erfitt að spila á móti þeim."

„Leikir við KR eiga það til að verða kaótískir, við vildum taka þeirra ás úr hendi þeirra og reyna setja háa pressu á þá. Þeir eru góðir þegar þeir fá tíma á boltann."

Karl Friðleifur varði skottilraun með hendinni og fékk dæmt á sig víti og gult spjald.

„Ég þekki ekki allar reglurnar, hann (dómarinn) veit sennilega að boltinn hafi farið í hendina á honum fyrst að hann dæmi víti."
„Ef ég segi satt eins og er bjóst ég við rauðu spjaldi þarna, eins og Ingvar hafi verið fyrir bakvið Karl þarna, kannski að það skipti máli, ég veit það ekki."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner