Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   sun 15. júní 2025 22:52
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
Lærisveinar Jón Þórs eru neðstir.
Lærisveinar Jón Þórs eru neðstir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkjandi niðurstaða og svekkjandi tap," segir Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 4-1 tap sinna manna gegn Aftureldingu fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  1 ÍA

ÍA komst yfir í leiknum eftir rúman stundarfjórðung en í kjölfarið tóku heimamenn við sér og skoruðu fjögur mörk og gengu frá leiknum.

„Við áttum góða kafla og áttum möguleika að komast í 2 eða 3-0 áður en þeir jafna. Mér fannst Axel Óskar komast upp með tvö ljót brot hérna á meðan hann er á gulu spjaldi. Við héldum áfram að skapa okkur færi en nýtum þau ekki."

ÍA spilaði 4-2-3-1 leikkerfi í dag sem er ekki eitthvað sem maður er vanur að sjá hjá ÍA.

„Við spiluðum 3-5-2 í fyrra og framan af þessu tímabili, fram að því spiluðum við þetta. Stóru vandamálin okkar liggja ekki þar. Við tókum ekki sénsana okkar en þeir gerðu það."

ÍA eru áfram neðsta lið deildarinnar eftir tapið í dag.

„Við þurfum að nýta kaflana okkar betur, við erum að skapa fullt af færum og áttum að vera komnir í meira en 1-0 þegar Afturelding jafnar. Lengi framan af þessum leik er fleira jákvætt í okkar leik en við þurfum að nýta það betur.

Jón Þór var ekki lengi að svara því þegar hann var spurður hvort hann væri farinn að efast um það að hann væri rétti maðurinn til að snúa við slöku gengi Skagamanna.

„Nei"

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 15 9 3 3 39 - 20 +19 30
2.    Víkingur R. 15 9 3 3 27 - 16 +11 30
3.    Breiðablik 15 9 3 3 27 - 20 +7 30
4.    Fram 15 7 2 6 23 - 19 +4 23
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 15 6 1 8 13 - 14 -1 19
7.    Afturelding 15 5 4 6 18 - 20 -2 19
8.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Athugasemdir