Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 15. júní 2025 18:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Stjarnan fyrst til að vinna Þrótt
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 0 Þróttur R.
1-0 Hrefna Jónsdóttir ('10 )
2-0 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('83 )
Lestu um leikinn

Stjarnan fékk Þrótt í heimsókn í Bestu deild kvenna í dag. Stjarnan hefur verið í brasi í upphafi tímabilsins á meðan Þróttur hafði ekki tapað leik í deildinni fyrir leik dagsins.

Leikurinn byrjaði mjög vel fyrir Stjörnuna þar sem Hrefna Jónsdóttir kom liðinu yfir eftir aðeins tíu mínútna leik.

Katie Cousins var nálægt því að jafna metin þegar hún átti frábært skot en Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varði frábærlega.

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir innsiglaðig síðan sigur Stjörnunnar þegar hún átti hniitmiðað skot í fjærhornið. Frábær sigur hjá Stjörnunni.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 10 8 1 1 40 - 7 +33 25
2.    Þróttur R. 10 8 1 1 23 - 8 +15 25
3.    FH 10 7 1 2 23 - 11 +12 22
4.    Þór/KA 10 6 0 4 19 - 16 +3 18
5.    Fram 10 5 0 5 14 - 21 -7 15
6.    Valur 10 3 3 4 12 - 14 -2 12
7.    Stjarnan 10 4 0 6 11 - 22 -11 12
8.    Tindastóll 10 3 1 6 15 - 20 -5 10
9.    Víkingur R. 10 2 1 7 16 - 26 -10 7
10.    FHL 10 0 0 10 4 - 32 -28 0
Athugasemdir
banner