Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2020 19:52
Ívan Guðjón Baldursson
Færeyjar: HB jafnar nágrannana á toppnum - Með fullt hús stiga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HB Torshavn lagði Víking að velli í færeyska boltanum í dag með þremur mörkum gegn engu.

Rene Joensen, fyrrum leikmaður Grindavíkur, skoraði fyrsta mark leiksins og lagði annað markið upp fyrir Mathias Kristensen.

HB jafnaði nágranna sína í B36 Torshavn með sigrinum og deila liðin toppsæti færeysku deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.

KÍ Klaksvík lagði þá Streymi auðveldlega að velli á meðan Skála gerði jafntefli við AB Argir.

HB Torshavn 3 - 0 Víkingur
1-0 Rene Joensen ('5)
2-0 Mathias Kristensen ('37)
3-0 Mathias Kristensen ('61)

KÍ Klaksvík 3 - 0 Streymur
1-0 O. Midtskogen ('17)
2-0 J. Bjartalid ('33, víti)
3-0 J. Johannesen ('849

Skála 1 - 1 AB Argir
0-1 B. Nielsen ('33)
1-1 T. Hovdanum ('80, sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner
banner