Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 19:13
Ívan Guðjón Baldursson
Wijnaldum og Draxler fá ekki að deila klefa með hópnum
Wijnaldum hefur ekki fundið taktinn með PSG en þar áður var hann lykilmaður á miðju Liverpool. Þessi 31 árs gamli miðjumaður gæti þurft spiltíma í haust til að tryggja sæti sitt í byrjunarliði hollenska landsliðsins fyrir HM.
Wijnaldum hefur ekki fundið taktinn með PSG en þar áður var hann lykilmaður á miðju Liverpool. Þessi 31 árs gamli miðjumaður gæti þurft spiltíma í haust til að tryggja sæti sitt í byrjunarliði hollenska landsliðsins fyrir HM.
Mynd: EPA

Paris Saint-Germain er með nokkra leikmenn á sínum snærum sem neita að yfirgefa félagið. Þeir eru samningsbundnir franska stórveldinu en vilja ekki halda á önnur mið því ekkert félag er reiðubúið til að bjóða þeim jafn góðan samning og hjá PSG.


Í tilraun sinni til að losna við þessa leikmenn hefur félagið ákveðið að setja þá í skammarkrókinn. Þetta er þó ekki eðlilegur skammarkrókur því þessir leikmenn munu ekki hitta restina af leikmannahópnum á æfingasvæði PSG.

Leikmennirnir sex eru Julian Draxler, Georginio Wijnaldum, Mauro Icardi, Laywin Kurzawa, Thilo Kehrer og Colin Dagba. Menn sem myndu ganga inn í byrjunarliðið hjá langflestum liðum í efstu deild franska boltans. Þeir renna allir út á samningi eftir tvö ár nema Kehrer sem á eitt ár eftir.

Leikmennirnir munu ekki æfa með restinni af hópnum og munu ekki einu sinni fá að nota sama búningsklefa og liðsfélagar sínir. Þá munu þeir ekki fá aðgang að bílastæði PSG og þurfa því að leggja fyrir utan æfingasvæðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner