Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 28. júní 2024 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikar kvenna: Breiðablik í úrslit eftir framlengdan leik
Breiðablik er komið í úrslit
Breiðablik er komið í úrslit
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þór/KA 1 - 2 Breiðablik
0-1 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('99 )
1-1 Sandra María Jessen ('105 )
1-2 Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('113 )
Lestu um leikinn

Breiðablik er komið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir að hafa unnið Þór/KA, 2-1, eftir framlengdan leik á VÍS-vellinum á Akureyri.

Það var fremur rólegt yfir fyrri hálfleiknum. Bæði lið að þreifa fyrir sér en á síðustu mínútum síðari hálfleiks fóru heimakonur aðeins að þjarma að Blikunum en náðu ekki að nýta sér pressuna.

Vandræðagangur var á vörn Þórs(/KA um miðbik síðari hálfleiks en Blikar nýttu ekki færin sem sköpuðust út frá því.

Liðunum tókst ekki að skora eftir venjulegan leiktíma og var því framlengt. Það var þar sem hlutirnir fóru að gerast.

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 99. mínútu. Birta Georgsdóttir átti skor sem Shelby Money varði út í teiginn og þar var Hrafnhildur fyrst að átta sig og skoraði gott mark.

Undir lok fyrri hálfleiks framlengingar svöruðu heimakonur. Auðvitað var það fyrirliðinn Sandra María Jessen sem gerði markið eftir sendingu Huldu Bjargar Hannesdóttur.

Þegar sjö mínútur voru eftir af síðari hluta framlengingar kom sigurmark Blika. Írena Héðinsdóttir Gonzalez skoraði þá beint úr hornspyrnu og fleytti Blikunum áfram í úrslit.

Breiðablik mun mæta Val eða Þrótti R. í úrslitum bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner