Ísak Óli Ólafsson er mættur aftur á fullt í liði FH eftir erfið meiðsli. Hann þurfti að fara í aðgerð snemma á árinu og sneri aftur í byrjun þessa mánaðar.
Hann var í byrjunarliði FH í sigrinum gegn Vestra og er klár í slaginn við KR annað kvöld á AVIS vellinum. Sá leikur hefst klukkan 19:15. Fótbolti.net ræddi við Ísak Óla í dag.
Hann var í byrjunarliði FH í sigrinum gegn Vestra og er klár í slaginn við KR annað kvöld á AVIS vellinum. Sá leikur hefst klukkan 19:15. Fótbolti.net ræddi við Ísak Óla í dag.
Lestu um leikinn: KR 3 - 2 FH
„Það er hrikalega góð tilfinning að vera mættur aftur á völlinn," segir Ísak Óli.
„Endurhæfingin gekk vonum framar, það var gott teymi í kringum mig í þessum krefjandi meiðslum sem stóð þétt við bakið á mér. Það sem er lykillinn að ég sé komin út á völl er að ég vann fyrir því - ég flutti nánast í Krikann á meðan ég var í endurhæfingu. Verð líka gefa styrktarþjálfaranum Ben mikið hrós, hann var með mér í þessu öllu."
Ísak var í stóru hlutverki á síðasta tímabili og er alla jafna hluti af sterkasta byrjunarliði FH. Hann kom til félagsins frá Esbjerg fyrri hluta árs 2024. Ísak, sem verður 25 ára á mánudaginn, kom við sögu í 25 af 27 leikjum FH í fyrra.
En hvernig er skrokkurinn og hvernig var síðasti leikur?
„Mér líður betur með hverri vikunni sem líður, skrokkurinn er góður. Það var virkilega gaman að spila á móti Vestra, hörku lið. Við spiluðum fínan leik og alltaf gaman að halda hreinu en ennþá betra að vinna."
Hvernig líst Ísaki á leikinn gegn KR?
„Mér líst bara mjög vel á leikinn á móti KR, það verður áhugaverð rimma og við þurfum að mæta vel gíraðir í leikinn. Og ég vona að FH-ingar fjölmenni í Laugardalinn á leikinn!" segir miðvörðurinn.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 14 | 9 | 3 | 2 | 26 - 14 | +12 | 30 |
2. Breiðablik | 15 | 9 | 3 | 3 | 27 - 20 | +7 | 30 |
3. Valur | 14 | 8 | 3 | 3 | 37 - 19 | +18 | 27 |
4. Fram | 15 | 7 | 2 | 6 | 23 - 19 | +4 | 23 |
5. Stjarnan | 15 | 6 | 3 | 6 | 25 - 26 | -1 | 21 |
6. Vestri | 15 | 6 | 1 | 8 | 13 - 14 | -1 | 19 |
7. Afturelding | 15 | 5 | 4 | 6 | 18 - 20 | -2 | 19 |
8. FH | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 20 | +5 | 18 |
9. ÍBV | 15 | 5 | 3 | 7 | 14 - 21 | -7 | 18 |
10. KA | 16 | 5 | 3 | 8 | 16 - 31 | -15 | 18 |
11. KR | 15 | 4 | 4 | 7 | 35 - 37 | -2 | 16 |
12. ÍA | 16 | 5 | 0 | 11 | 16 - 34 | -18 | 15 |
Athugasemdir