Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 28. júní 2025 00:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Halli eftir stórt tap: Vona að ég geti náð í menn ef þetta lagast ekki
Lengjudeildin
Halli Hróðmars.
Halli Hróðmars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur, varð fyrir miklum vonbrigðum í kvöld. Við höfum séð 1-0 í hálfleik áður og snúið því við oftar er en einu sinni, en svo verður hálfgert hrun. Það voru hlutir sem við vorum búnir að fara vandlega yfir sem klikka og það er svekkjandi fyrir þjálfara. Við lögðum extra orku á föstu leikatriðin og skyndisóknirnar og þeir skora bara úr föstum leikatriðum og skyndisóknum. Það fer á mig, stórt partur af þessu. Ég bjóst ekki við þessu, ef ég á að segja alveg eins og er," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net eftir stórt tap gegn ÍR í kvöld.

Hann segir að leikurinn hafi verið sá slakasti hjá sínu liði á tímabilinu.

Lestu um leikinn: ÍR 6 -  1 Grindavík

„Við lögðum upp með að spila svolítið beinskeytt og reyna snúa ÍR-ingum og setja pressu á þá. Gerðum það ágætlega í fyrri hálfleik. Leikplanið var frekar einfalt og gekk ágætlega, en þegar við lendum 2-0 urðu menn pínu óþolinmóðir fannst mér. Við lendum í því að tapa boltanum að óþörfu á miðjum vellinum og þeir slátra leiknum og svo fer allt í fokk hjá okkur í kjölfarið."

„Við þurfum að vinna í varnarleiknum, það er nokkuð ljóst, það er ýmislegt sem þarf að fara betur. Það eru ekki bara öftustu fjórir, heldur allur leikur liðsins. Partur af því er líka að halda betur í boltann og fá á sig færri sóknir."

„Ef við náum ekki að bæta úr þessu þá opnar bara félagaskiptagluggi og ég vona að stjórnin verði örlát þar og ég geti náð í einhverja menn ef þetta lagast ekki. Það er ekki spurning að við munum styrkja okkur þegar glugginn opnast, ég veit ekki hvað ég má gera, en það hefur verið rætt og ég mun fá leikmenn inn. Ég trúi ekki öðru,"
sagði Halli.

Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner