Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 28. júní 2025 00:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Halli eftir stórt tap: Vona að ég geti náð í menn ef þetta lagast ekki
Lengjudeildin
Halli Hróðmars.
Halli Hróðmars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur, varð fyrir miklum vonbrigðum í kvöld. Við höfum séð 1-0 í hálfleik áður og snúið því við oftar er en einu sinni, en svo verður hálfgert hrun. Það voru hlutir sem við vorum búnir að fara vandlega yfir sem klikka og það er svekkjandi fyrir þjálfara. Við lögðum extra orku á föstu leikatriðin og skyndisóknirnar og þeir skora bara úr föstum leikatriðum og skyndisóknum. Það fer á mig, stórt partur af þessu. Ég bjóst ekki við þessu, ef ég á að segja alveg eins og er," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net eftir stórt tap gegn ÍR í kvöld.

Hann segir að leikurinn hafi verið sá slakasti hjá sínu liði á tímabilinu.

Lestu um leikinn: ÍR 6 -  1 Grindavík

„Við lögðum upp með að spila svolítið beinskeytt og reyna snúa ÍR-ingum og setja pressu á þá. Gerðum það ágætlega í fyrri hálfleik. Leikplanið var frekar einfalt og gekk ágætlega, en þegar við lendum 2-0 urðu menn pínu óþolinmóðir fannst mér. Við lendum í því að tapa boltanum að óþörfu á miðjum vellinum og þeir slátra leiknum og svo fer allt í fokk hjá okkur í kjölfarið."

„Við þurfum að vinna í varnarleiknum, það er nokkuð ljóst, það er ýmislegt sem þarf að fara betur. Það eru ekki bara öftustu fjórir, heldur allur leikur liðsins. Partur af því er líka að halda betur í boltann og fá á sig færri sóknir."

„Ef við náum ekki að bæta úr þessu þá opnar bara félagaskiptagluggi og ég vona að stjórnin verði örlát þar og ég geti náð í einhverja menn ef þetta lagast ekki. Það er ekki spurning að við munum styrkja okkur þegar glugginn opnast, ég veit ekki hvað ég má gera, en það hefur verið rætt og ég mun fá leikmenn inn. Ég trúi ekki öðru,"
sagði Halli.

Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner