Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 28. júní 2025 15:08
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Kærkominn og langþráður sigur Fylkis
Lengjudeildin
Emil Ásmunds skoraði og lagði upp
Emil Ásmunds skoraði og lagði upp
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Theodór Ingi átti flottan leik
Theodór Ingi átti flottan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Völsungur 1 - 4 Fylkir
0-1 Pablo Aguilera Simon ('21 )
0-2 Emil Ásmundsson ('25 )
1-2 Inigo Albizuri Arruti ('60 )
1-3 Guðmar Gauti Sævarsson ('69 )
1-4 Eyþór Aron Wöhler ('93 )
Lestu um leikinn

Þungu fargi var létt af Árna Frey Guðnasyni og lærisveinum hans í Fylki er liðið sigraði Völsung, 4-1, í 10. umferð Lengjudeildarinnar á PCC-vellinum á Húsavík í dag.

Fylkismenn höfðu ekki unnið deildarleik síðan í 2. umferðinni gegn Selfyssingum. Róðurinn hefur verið þungur en Árni Freyr sagðist á dögunum hafa trú á því að hann og teymi hans gæti snúið genginu við og fékk hann traustið til þess.

Pablo Aguilera Simon braut ísinn fyrir Fylki á 21. mínútu er Emil Ásmundsson átti skot eða hálfgerða sendingu á fjær sem Pablo mætti og stýrði í netið.

Emil kom sér á blað fjórum mínútum síðar með langskoti sem Ívar Arnbro Þórhalsson var í mestu vandræðum með og missti aftur fyrir sig og í netið.

Gestirnir fóru með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn, en þegar um það bil fimmtán mínútur voru búnar af síðari minnkaði Inigo Arruti muninn eftir hornspyrnu.

Fylkismenn voru harðákveðnir í því að sækja öll þrjú stigin í dag og þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka bætti Guðmar Gauti Sævarsson við þriðja markinu. Theodór Ingi Óskarsson fékk mikinn tíma til að athafna sig á hægri vængnum, kom boltanum inn á markteiginn á Guðmar og eftirleikurinn auðveldur.

Seint í uppbótartíma gerði Eyþór Aron Wöhler endanlega út um leikinn.

Nikulás Val Gunnarsson var yfirvegaður með boltann, sendi Theodór í gegn sem lagði hann síðan til hliðar á Eyþór sem gulltryggði sigur Fylkis.

Langþráður var hann og annar sigur Fylkis kominn í hús. Liðið fer upp í 9. sæti með 10 stig en Völsungur er í 6. sæti með 13 stig.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 13 8 4 1 24 - 10 +14 28
2.    Njarðvík 13 7 6 0 31 - 12 +19 27
3.    HK 13 7 3 3 25 - 15 +10 24
4.    Þór 13 7 2 4 30 - 20 +10 23
5.    Þróttur R. 13 6 4 3 24 - 21 +3 22
6.    Keflavík 13 6 3 4 30 - 22 +8 21
7.    Grindavík 13 4 2 7 28 - 38 -10 14
8.    Völsungur 13 4 2 7 20 - 30 -10 14
9.    Selfoss 13 4 1 8 15 - 25 -10 13
10.    Fylkir 13 2 4 7 16 - 21 -5 10
11.    Leiknir R. 13 2 4 7 13 - 28 -15 10
12.    Fjölnir 13 2 3 8 18 - 32 -14 9
Athugasemdir
banner
banner