Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
   fös 27. júní 2025 22:06
Þorsteinn Haukur Harðarson
Bjarni Jó: Við berjumst fyrir því að fá Jón Daða
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var vel gert hjá okkur lunga úr fyrri hálfleiknum og við skorum svo glæsilegt mark í seinni hálfleik og komnir í 2-0. Mér fannst þetta allt vera okkar megin en svo duttum við til baka og misstum einhvernveginn tökin," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir 2-2 jafntefli gegn Leikni í kvöld. 


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  2 Leiknir R.

"Við fengum á okkur 2 mörk og áttum bara í vök að verjast þangað til í lokin. Þá fengum við tvö til þrjú dauðafæri til að klára þetta. Auðvitað er súrt að sætta sig við stigið en við töpuðum ekki."

Aron Fannar Birgisson átti góðan leik í dag og skoraði tvö mörk. "Hann skoraði tvö mörk í dag og átti stangarskot. Það var meira líf í sóknarleiknum okkar og við vorum mættir oftar í teiginn. Við vorum meira direct en auðvitað var djöfullegt að nýta ekki þessi færi í lokin."

Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur tilkynnt að hann sé að flytja aftur til Íslands eftir langan feril í atvinnumennsku. Hann er frá Selfossi og því var Bjarni spurður hvort það væri í myndinni að fá Jón Daða til félagsins. "Við erum í þannig stöðu núna að við berjumst fyrir tilverurétt okkar í deildinni og því að spila betri fótbolta og við berjumst fyrir því að hann komi hingað. Það er aldrei að vita hvað gerist."

Allt viðtalið við Bjarna má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner