Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   fös 27. júní 2025 22:06
Þorsteinn Haukur Harðarson
Bjarni Jó: Við berjumst fyrir því að fá Jón Daða
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var vel gert hjá okkur lunga úr fyrri hálfleiknum og við skorum svo glæsilegt mark í seinni hálfleik og komnir í 2-0. Mér fannst þetta allt vera okkar megin en svo duttum við til baka og misstum einhvernveginn tökin," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir 2-2 jafntefli gegn Leikni í kvöld. 


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  2 Leiknir R.

"Við fengum á okkur 2 mörk og áttum bara í vök að verjast þangað til í lokin. Þá fengum við tvö til þrjú dauðafæri til að klára þetta. Auðvitað er súrt að sætta sig við stigið en við töpuðum ekki."

Aron Fannar Birgisson átti góðan leik í dag og skoraði tvö mörk. "Hann skoraði tvö mörk í dag og átti stangarskot. Það var meira líf í sóknarleiknum okkar og við vorum mættir oftar í teiginn. Við vorum meira direct en auðvitað var djöfullegt að nýta ekki þessi færi í lokin."

Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur tilkynnt að hann sé að flytja aftur til Íslands eftir langan feril í atvinnumennsku. Hann er frá Selfossi og því var Bjarni spurður hvort það væri í myndinni að fá Jón Daða til félagsins. "Við erum í þannig stöðu núna að við berjumst fyrir tilverurétt okkar í deildinni og því að spila betri fótbolta og við berjumst fyrir því að hann komi hingað. Það er aldrei að vita hvað gerist."

Allt viðtalið við Bjarna má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner