Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   fös 27. júní 2025 22:12
Alexander Tonini
Ibrahima Balde: Fyrsta þrennan síðan ég var 16 ára gamall
Lengjudeildin
Balde fagnar í kvöld.
Balde fagnar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var flottur leikur hjá okkur í kvöld. Við vorum búnir að stefna að þessu, höldum hreinu í tveimur leikjum í röð. Við erum lið sem sækjum mikið og sköpum færi í hverjum leik. Mér finnst allir leikir okkar ættu að vera svona.
Mikilvægt að fá tvo leiki í röð þar sem við höldum hreinu og þurfum að halda áfram á þessari braut"
, sagði Ibrahima Balde maður leiksins eftir sterkan sigur sinna manna 5-0 í algjörri einstefnu gegn Fjölni.

Þór hefur verið að skora nóg af mörkum í sumar en einnig fengið sinn skerf af mörkum á sig og hafði Ibrahima þetta að segja um stöðuna:

„Siggi er búinn að vinna í þessu og eins og ég sagði áður þá erum við sóknardjarft lið sem mun skapa nóg af færum. Þannig að ef við náum að halda hreinu þá munu úrslitin fylgja með alveg 100 prósent"

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  5 Þór

Ibrahima gerði sér lítið fyrir og skorað þrennu í leiknum og fékk færi til að bæta í og tryggja sér fernu undir lok leiks. Hann slapp einn inn fyrir vörn Fjölnis og var einn á móti varamarkmanni liðsins en skotið hans beint á Sigurjón Daða.

„Ég held síðan ég var sextán ára gamall eða svo. Ég er með góða liðsfélaga í kringum mig sem hjálpa mér og gera mér lífið auðveldara. Ég hélt að markvörðurinn væri á leðinni niður í síðasta færinu mínu og ég klúðraði þessu. Ég næ þessu vonandi næst."

Fyrir utan þrennuna sem Ibrahima skoraði í leiknum spilaði hann eins og karlmaður innan um krakka og kórónaði glæsilega frammistöðu hér í kvöld með stoðsendingu á Aron Inga sem kom gestunum í 5-0.

„Ég get sagt að Aron Ingi er minn maður og hann gaf mér þriðja markið mitt á silfurfati. Ég nýt þess virkilega að spila með honum og fannst bara rétt að endurgjalda greiðann"
Athugasemdir
banner