Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 27. júní 2025 22:12
Alexander Tonini
Ibrahima Balde: Fyrsta þrennan síðan ég var 16 ára gamall
Lengjudeildin
Balde fagnar í kvöld.
Balde fagnar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var flottur leikur hjá okkur í kvöld. Við vorum búnir að stefna að þessu, höldum hreinu í tveimur leikjum í röð. Við erum lið sem sækjum mikið og sköpum færi í hverjum leik. Mér finnst allir leikir okkar ættu að vera svona.
Mikilvægt að fá tvo leiki í röð þar sem við höldum hreinu og þurfum að halda áfram á þessari braut"
, sagði Ibrahima Balde maður leiksins eftir sterkan sigur sinna manna 5-0 í algjörri einstefnu gegn Fjölni.

Þór hefur verið að skora nóg af mörkum í sumar en einnig fengið sinn skerf af mörkum á sig og hafði Ibrahima þetta að segja um stöðuna:

„Siggi er búinn að vinna í þessu og eins og ég sagði áður þá erum við sóknardjarft lið sem mun skapa nóg af færum. Þannig að ef við náum að halda hreinu þá munu úrslitin fylgja með alveg 100 prósent"

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  5 Þór

Ibrahima gerði sér lítið fyrir og skorað þrennu í leiknum og fékk færi til að bæta í og tryggja sér fernu undir lok leiks. Hann slapp einn inn fyrir vörn Fjölnis og var einn á móti varamarkmanni liðsins en skotið hans beint á Sigurjón Daða.

„Ég held síðan ég var sextán ára gamall eða svo. Ég er með góða liðsfélaga í kringum mig sem hjálpa mér og gera mér lífið auðveldara. Ég hélt að markvörðurinn væri á leðinni niður í síðasta færinu mínu og ég klúðraði þessu. Ég næ þessu vonandi næst."

Fyrir utan þrennuna sem Ibrahima skoraði í leiknum spilaði hann eins og karlmaður innan um krakka og kórónaði glæsilega frammistöðu hér í kvöld með stoðsendingu á Aron Inga sem kom gestunum í 5-0.

„Ég get sagt að Aron Ingi er minn maður og hann gaf mér þriðja markið mitt á silfurfati. Ég nýt þess virkilega að spila með honum og fannst bara rétt að endurgjalda greiðann"
Athugasemdir
banner
banner
banner