Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 27. júní 2025 22:12
Alexander Tonini
Ibrahima Balde: Fyrsta þrennan síðan ég var 16 ára gamall
Lengjudeildin
Balde fagnar í kvöld.
Balde fagnar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var flottur leikur hjá okkur í kvöld. Við vorum búnir að stefna að þessu, höldum hreinu í tveimur leikjum í röð. Við erum lið sem sækjum mikið og sköpum færi í hverjum leik. Mér finnst allir leikir okkar ættu að vera svona.
Mikilvægt að fá tvo leiki í röð þar sem við höldum hreinu og þurfum að halda áfram á þessari braut"
, sagði Ibrahima Balde maður leiksins eftir sterkan sigur sinna manna 5-0 í algjörri einstefnu gegn Fjölni.

Þór hefur verið að skora nóg af mörkum í sumar en einnig fengið sinn skerf af mörkum á sig og hafði Ibrahima þetta að segja um stöðuna:

„Siggi er búinn að vinna í þessu og eins og ég sagði áður þá erum við sóknardjarft lið sem mun skapa nóg af færum. Þannig að ef við náum að halda hreinu þá munu úrslitin fylgja með alveg 100 prósent"

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  5 Þór

Ibrahima gerði sér lítið fyrir og skorað þrennu í leiknum og fékk færi til að bæta í og tryggja sér fernu undir lok leiks. Hann slapp einn inn fyrir vörn Fjölnis og var einn á móti varamarkmanni liðsins en skotið hans beint á Sigurjón Daða.

„Ég held síðan ég var sextán ára gamall eða svo. Ég er með góða liðsfélaga í kringum mig sem hjálpa mér og gera mér lífið auðveldara. Ég hélt að markvörðurinn væri á leðinni niður í síðasta færinu mínu og ég klúðraði þessu. Ég næ þessu vonandi næst."

Fyrir utan þrennuna sem Ibrahima skoraði í leiknum spilaði hann eins og karlmaður innan um krakka og kórónaði glæsilega frammistöðu hér í kvöld með stoðsendingu á Aron Inga sem kom gestunum í 5-0.

„Ég get sagt að Aron Ingi er minn maður og hann gaf mér þriðja markið mitt á silfurfati. Ég nýt þess virkilega að spila með honum og fannst bara rétt að endurgjalda greiðann"
Athugasemdir
banner