Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   fös 27. júní 2025 22:12
Alexander Tonini
Ibrahima Balde: Fyrsta þrennan síðan ég var 16 ára gamall
Lengjudeildin
Balde fagnar í kvöld.
Balde fagnar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var flottur leikur hjá okkur í kvöld. Við vorum búnir að stefna að þessu, höldum hreinu í tveimur leikjum í röð. Við erum lið sem sækjum mikið og sköpum færi í hverjum leik. Mér finnst allir leikir okkar ættu að vera svona.
Mikilvægt að fá tvo leiki í röð þar sem við höldum hreinu og þurfum að halda áfram á þessari braut"
, sagði Ibrahima Balde maður leiksins eftir sterkan sigur sinna manna 5-0 í algjörri einstefnu gegn Fjölni.

Þór hefur verið að skora nóg af mörkum í sumar en einnig fengið sinn skerf af mörkum á sig og hafði Ibrahima þetta að segja um stöðuna:

„Siggi er búinn að vinna í þessu og eins og ég sagði áður þá erum við sóknardjarft lið sem mun skapa nóg af færum. Þannig að ef við náum að halda hreinu þá munu úrslitin fylgja með alveg 100 prósent"

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  5 Þór

Ibrahima gerði sér lítið fyrir og skorað þrennu í leiknum og fékk færi til að bæta í og tryggja sér fernu undir lok leiks. Hann slapp einn inn fyrir vörn Fjölnis og var einn á móti varamarkmanni liðsins en skotið hans beint á Sigurjón Daða.

„Ég held síðan ég var sextán ára gamall eða svo. Ég er með góða liðsfélaga í kringum mig sem hjálpa mér og gera mér lífið auðveldara. Ég hélt að markvörðurinn væri á leðinni niður í síðasta færinu mínu og ég klúðraði þessu. Ég næ þessu vonandi næst."

Fyrir utan þrennuna sem Ibrahima skoraði í leiknum spilaði hann eins og karlmaður innan um krakka og kórónaði glæsilega frammistöðu hér í kvöld með stoðsendingu á Aron Inga sem kom gestunum í 5-0.

„Ég get sagt að Aron Ingi er minn maður og hann gaf mér þriðja markið mitt á silfurfati. Ég nýt þess virkilega að spila með honum og fannst bara rétt að endurgjalda greiðann"
Athugasemdir