Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 27. júní 2025 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Landsliðsþjálfarinn fékk mörg svör - „Þetta var það sem stóð til boða"
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leikinn í Stara Pazova í kvöld.
Fyrir leikinn í Stara Pazova í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég tek bara margt úr þessum leik. Pressan var góð á köflum og í byrjun var hún frábær. Við vorum líka að skapa okkur og skora þegar við unnum boltann. Við vorum beinskeytt í leiknum og þær voru meira með boltann, en það er ekkert sem við vorum að stressa okkur á. Það snýst um hvað þú gerir við boltann þegar þú vinnur hann," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir kærkominn sigur í kvöld.

Stelpurnar mættu Serbíu í síðasta vináttuleiknum fyrir EM og var niðurstaðan 1-3 sigur.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  3 Ísland

„Það kom smá þreyta í okkur á köflum, en heilt yfir var ég sáttur við margt í leiknum. Við sköpuðum fullt af færum fannst mér og við komumst í góðar stöður. Ég er ágætlega sáttur við þennan leik," sagði Steini.

Fékkstu mörg svör í þessum leik?

„Já, ég myndi telja það alveg. Það var margt sem kom út úr þessu sem maður vildi sjá frá leikmönnum. Spilamennskan heilt yfir var fín. Það var ágætis taktur í liðinu. Við náðum alveg líka að losa pressuna þeirra og opna þær þannig. Það var margt jákvætt. Auðvitað kom kafli - sem gerist alltaf í fótboltaleikjum - að það liggur aðeins á þér en þá þurftum við að vera skipulagðar varnarlega og mér fannst við díla ágætlega við það."

Það var lítil stemning á leiknum og fáir áhorfendur enda ekki mikill áhugi á kvennabolta í Serbíu. Hefði verið skemmtilegra að spila síðasta leikinn fyrir EM í stemningu á Íslandi?

„Okkur hefur liðið mjög vel hérna og við höfum æft vel, fundað og liðið vel. Við erum í flottu umhverfi við flottar aðstæður. Auðvitað er alltaf gaman að spila fyrir íslenska áhorfendur en þetta var það sem stóð til boða og við erum mjög sátt við þetta."

Steini segir að það hafi margt gott komið út úr dögunum í Stara Pazova á Serbíu. Liðið er núna á leið á EM þar sem markmiðið er að komast upp úr riðlinum.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner