FH-ingar birtu stórskemmtilegt myndband sem upphitun fyrir leik liðsins gegn KR á AVIS-vellinum á morgun, en þar sést tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson leggja gras á völlinn í von um að hjálpa FH að ná í stig á útivelli.
„Þetta var geðveikt frammistaða eins og við erum alltaf í Kaplakrika. Við þurfum að flytja þá frammistöðu yfir á útivöll þá förum við að safna stigum af alvöru,“ sagði Sigurður Bjartur Hallsson, leikmaður FH, í viðtali við Sýn Sport eftir 2-0 sigurinn á Vestra á dögunum.
FH-ingar hafa ekki tapað leik á heimavelli í Bestu deildinni en það hefur unnið þrjá og gert tvö jafntefli. Á útivelli hefur liðið aðeins unnið einn og tapað sex.
Tónlistarmaðurinn og FH-ingurinn Friðrik Dór hefur fundið fullkomna lausn á þessu vandamáli eins og sjá má í myndbandinu sem FH-ingar birtu í dag.
„Þegar Siggi Hall kallar, þá svara ég,“ sagði hann, en þar var hann mættur á jeppa með kerru í eftirdragi og á henni voru grasfletir úr Krikanum.
Tók hann vel valda fleti sem hann kom síðan fyrir á AVIS-vellinum þar sem KR spilar heimaleiki sína á meðan framkvæmdir standa yfir í Vesturbæ.
Gott grín hjá FH-ingum en liðin eigast við klukkan 19:15 á morgun og má sjá myndbandið hér fyrir neðan.
Hlökkum til að sjá ykkur á grasinu í Laugardalnum annað kvöld!#ViðErumFH pic.twitter.com/2dSJX8t63Q
— FHingar (@fhingar) June 28, 2025
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 14 | 9 | 3 | 2 | 26 - 14 | +12 | 30 |
2. Breiðablik | 15 | 9 | 3 | 3 | 27 - 20 | +7 | 30 |
3. Valur | 14 | 8 | 3 | 3 | 37 - 19 | +18 | 27 |
4. Fram | 15 | 7 | 2 | 6 | 23 - 19 | +4 | 23 |
5. Stjarnan | 15 | 6 | 3 | 6 | 25 - 26 | -1 | 21 |
6. Vestri | 15 | 6 | 1 | 8 | 13 - 14 | -1 | 19 |
7. Afturelding | 15 | 5 | 4 | 6 | 18 - 20 | -2 | 19 |
8. FH | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 20 | +5 | 18 |
9. ÍBV | 15 | 5 | 3 | 7 | 14 - 21 | -7 | 18 |
10. KA | 16 | 5 | 3 | 8 | 16 - 31 | -15 | 18 |
11. KR | 15 | 4 | 4 | 7 | 35 - 37 | -2 | 16 |
12. ÍA | 16 | 5 | 0 | 11 | 16 - 34 | -18 | 15 |
Athugasemdir