Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 27. júní 2025 22:26
Anton Freyr Jónsson
Jökull: Kristófer algjörlega á deginum sinum og kláraði allt
Jökull Elísarbetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull Elísarbetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þettta er bara svekkjandi. Mér fannst þetta frekar jafn leikur og þeir reyndar byrjuðu að skapa þegar þeir gerðu þrefalda skiptingu og þeir komu sterkt inn hjá þeim og Kristófer algjörlega á deginum sinum og klárar allt og mér fannst skilja á milli þar." sagði Jökull Elísarbetarson þjálfari Stjörnunnar eftir tapið gegn Breiðablik á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Breiðablik

Breiðablik var töluvert sterkari aðilinn fram að markinu hjá Stjörnunni sem kom eftir frábæra skyndisókn. Hvernig fannst þér fyrri hálfleikurinn?

„Hvorki fyrri hálfleikurinn né seinni hálfleikurinn er besti leikurinn sem við höfum spilað það er enginn að halda því fram. Þeir leystu pressuna okkar ágætlega og við vorum ekki að ná að halda henni þannig þeir gerðu vel þar en að sama skapi þá leið okkur bara vel."

„Þeir voru ekki að skapa betri færi en við hinumegin en við getum gert betur en við gerðum í dag það er alveg ljóst og á endanum áttu þeir skilið að vinna og við getum ekki haldið öðru fram."

Breiðablik skorar fjögur mörk á síðustu 25 mínútum leiksins. Hefðu Stjörnumenn geta komið í veg fyrir þessi mörk?

„Já klárlega, við hefðum geta gert það klárlega og svo eru líka mörk sem þeir klína boltanum í netið alveg út við stöng úr frekar löngu færi og bara vel gert hjá þeim. Við getum komið í veg fyrir öll mörk en bara hörkuleikur og þeir áttu skilið að vinna í dag."

Viðtalið við Jökul má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner