Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
   fös 27. júní 2025 22:23
Þorsteinn Haukur Harðarson
Gústi Gylfa: Getum ekki byrjað leiki svona
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

"Ég er í rauninni ekki ánægður með stigið. Eftir að við jöfnum í 2-2 vorum við með fulla stjórn og ég hefði viljað sjá okkur vinna leikinn eftir að við náðum að jafna," segir Ágúst Gylfason, þjálfari Leiknis, eftir 2-2 jafntefli gegn Leikni í kvöld en Leiknir lenti 2-0 undir í leiknum. 


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  2 Leiknir R.

"Auðvitað sýndum við karakter að koma til baka eftir mjög slakan fyrri hálfleik. Við áttum frábærar skiptingar. Ég spurði leikmennina sem komu inn á í hálfleik hvað þeir myndu gera til að breyta leiknum og þeir svöruðu því vel. Ég er mjög sáttur við það en það var margt semég var ósáttur við líka."

Hvernig útskýrir hann þennan slaka fyrri hálfleik? "Menn voru bara í fyrsta gír og það var lítið að frétta. Lítið ógnandi og soft í návígum. Leikmennirnir sem komu inn á breyttu leiknum og það var ég mest ánægður með."

Dusan Brkovic fór meiddur af velli snemma leiks. Ágúst á von á því að hann verði eitthvað frá. "Hann tognaði aftan í læri og verður eitthvað frá. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur."

Ágúst hefur nú verið með liðið í nokkra leiki og segir margt á réttri leið.

"Miðað við seinni hálfleik í dag vorum við að gera það sem við höfum verið að vinna að. Við þurfum að læra að við getum ekki byrjað leiki svona."

Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir