Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   fös 27. júní 2025 22:23
Þorsteinn Haukur Harðarson
Gústi Gylfa: Getum ekki byrjað leiki svona
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

"Ég er í rauninni ekki ánægður með stigið. Eftir að við jöfnum í 2-2 vorum við með fulla stjórn og ég hefði viljað sjá okkur vinna leikinn eftir að við náðum að jafna," segir Ágúst Gylfason, þjálfari Leiknis, eftir 2-2 jafntefli gegn Leikni í kvöld en Leiknir lenti 2-0 undir í leiknum. 


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  2 Leiknir R.

"Auðvitað sýndum við karakter að koma til baka eftir mjög slakan fyrri hálfleik. Við áttum frábærar skiptingar. Ég spurði leikmennina sem komu inn á í hálfleik hvað þeir myndu gera til að breyta leiknum og þeir svöruðu því vel. Ég er mjög sáttur við það en það var margt semég var ósáttur við líka."

Hvernig útskýrir hann þennan slaka fyrri hálfleik? "Menn voru bara í fyrsta gír og það var lítið að frétta. Lítið ógnandi og soft í návígum. Leikmennirnir sem komu inn á breyttu leiknum og það var ég mest ánægður með."

Dusan Brkovic fór meiddur af velli snemma leiks. Ágúst á von á því að hann verði eitthvað frá. "Hann tognaði aftan í læri og verður eitthvað frá. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur."

Ágúst hefur nú verið með liðið í nokkra leiki og segir margt á réttri leið.

"Miðað við seinni hálfleik í dag vorum við að gera það sem við höfum verið að vinna að. Við þurfum að læra að við getum ekki byrjað leiki svona."

Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner