Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 28. júní 2025 17:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fékk að heyra það úr stúkunni - „Eins og einhver hefði lekið þeim upplýsingum"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Það var kominn tími á þetta, virkilega ljúft," sagi Emil Ásmundsson, einn af markaskorurum Fylkis, eftir 1-4 útisigur á Völsungi í dag.

„Það er stemning hérna, erfiður útivöllur að sækja, verið að vígja stúku og öll stemning með þeim, erfitt að koma og eyðileggja þetta partí. Það var fagmannlegt að klára þetta svona og sigla þessu helvíti öruggt heim í lokin."

Emil fékk aðeins að heyra það frá stuðningsmönnum Völsungs.

Lestu um leikinn: Völsungur 1 -  4 Fylkir

„Ég fékk að heyra það, það var eins og einhver hefði lekið þeim upplýsingum að ég yrði tekinn út af í hálfleik af því þeir voru byrjaðir að syngja það strax á 14. mínútu. Þetta espir mann upp og gaman að geta svarað inn á vellinum, þeir tóku vel í það þegar ég lét þá heyra það til baka."

„Ég átti bara að spila hálfleik í dag, er að koma til baka eftir hnémeiðsli. Það er aðeins auðveldara að byrja leikinn og venjast tempóinu, það var planið. Núna þarf ég að fá fleiri mínútur í skrokkinn."


Emil lagði upp fyrsta mark leiksins og skoraði svo annað markið með skoti fyrir utan teig sem Ívar Arnbro Þórhallsson náði ekki að verja almennilega.

„Ég bjóst við að hann myndi fara inn, maður býst við að öll skotin fari inn, en hvernig hann fór inn, bjóst kannski ekki alveg við því. Þetta lak inn á endanum."

„Við ræddum að þetta ætti ekki að vera léttir, en það er kannski ósjálfrátt pínu stress í hópnum að vera ekki komnir með fleiri stig á töfluna en þetta. Þegar við settum þriðja markið kom léttir og spilamennskan eftir það var eins og bölvuninni væri aflétt og við gætum farið að sýna okkar rétta andlit. Síðasta markið var það sem við viljum sýna, vonandi getum við haldið áfram að sýna þessa hlið."


Emil ræðir um þjálfarann og komandi leik gegn ÍR í viðtalinu sem má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner