Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
   fös 27. júní 2025 23:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bergvin í gír eftir þrennu: Djöfull hlakka ég til að pakka Árna Guðna saman
Lengjudeildin
Bergvin Fannar.
Bergvin Fannar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta gerist varla betra, hrikalega sáttur. Ég er búinn að vera hóta þessu í síðustu leikjum, búinn að vera óheppinn að skora ekki fleiri, en svo bara loksins kom það. Það hlaut að koma að þessu, mörk úr öllum áttum," sagði Bergvin Fannar Helgason, framherji ÍR, eftir öruggan sigur á Grindavík í kvöld.

Bergvin gerði sér lítið fyrir og setti þrennu í leiknum fyrir topplið deildarinnar.

Lestu um leikinn: ÍR 6 -  1 Grindavík

„Jafnvel besta frammistaðan á tímabilinu, vorum samt ekkert alltof góðir í fyrri hálfleik, en seinni hálfleikurinn er besta frammistaðan í sumar."

„Við komum vitlausir út í seinni hálfleikinn, setjum mark nokkuð snemma og síðan brotna þeir, við keyrum á þá. Við gefum þeim etit klaufalegt mark, hefðum getað gert betur þar, en annars bara hrikalega sáttur."

„Ég er glaður að hinir strákarnir náðu að skora. Víðir setti tvö, hrikalega sáttur við það og Emil, ég gaf honum eitt, ákvað að vera góður við hann. Frábært að þeir hafi skorað líka."

„Já, það er erfitt að stoppa okkur í föstum leikatriðum. Sjáðu líka hæðina í þessu liði, meðalhæðin er 1,95, það á enginn séns í okkur maður."


Næsti leikur er gegn Árna Guðnasyni og hans lærisveinum í Fylki. Árni þjálfaði ÍR áður en hann hélt í Árbæinn síðasta haust.

„Djöfull hlakka ég til að mæta Árna Guðna maður, ha!? Ég hef sjaldan verið jafn spenntur að vonandi pakka honum saman."

ÍR hefur svo sannarlega komið á óvart í sumar.

„Það átti enginn von á þessu, allir spáðu okkur neðarlega, það hafði enginn trú á okkur, en við höfum sannað að þeir höfðu rangt fyrir sér," sagði Bergvin léttur að lokum.
Athugasemdir
banner