Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
   fös 27. júní 2025 23:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bergvin í gír eftir þrennu: Djöfull hlakka ég til að pakka Árna Guðna saman
Lengjudeildin
Bergvin Fannar.
Bergvin Fannar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta gerist varla betra, hrikalega sáttur. Ég er búinn að vera hóta þessu í síðustu leikjum, búinn að vera óheppinn að skora ekki fleiri, en svo bara loksins kom það. Það hlaut að koma að þessu, mörk úr öllum áttum," sagði Bergvin Fannar Helgason, framherji ÍR, eftir öruggan sigur á Grindavík í kvöld.

Bergvin gerði sér lítið fyrir og setti þrennu í leiknum fyrir topplið deildarinnar.

Lestu um leikinn: ÍR 6 -  1 Grindavík

„Jafnvel besta frammistaðan á tímabilinu, vorum samt ekkert alltof góðir í fyrri hálfleik, en seinni hálfleikurinn er besta frammistaðan í sumar."

„Við komum vitlausir út í seinni hálfleikinn, setjum mark nokkuð snemma og síðan brotna þeir, við keyrum á þá. Við gefum þeim etit klaufalegt mark, hefðum getað gert betur þar, en annars bara hrikalega sáttur."

„Ég er glaður að hinir strákarnir náðu að skora. Víðir setti tvö, hrikalega sáttur við það og Emil, ég gaf honum eitt, ákvað að vera góður við hann. Frábært að þeir hafi skorað líka."

„Já, það er erfitt að stoppa okkur í föstum leikatriðum. Sjáðu líka hæðina í þessu liði, meðalhæðin er 1,95, það á enginn séns í okkur maður."


Næsti leikur er gegn Árna Guðnasyni og hans lærisveinum í Fylki. Árni þjálfaði ÍR áður en hann hélt í Árbæinn síðasta haust.

„Djöfull hlakka ég til að mæta Árna Guðna maður, ha!? Ég hef sjaldan verið jafn spenntur að vonandi pakka honum saman."

ÍR hefur svo sannarlega komið á óvart í sumar.

„Það átti enginn von á þessu, allir spáðu okkur neðarlega, það hafði enginn trú á okkur, en við höfum sannað að þeir höfðu rangt fyrir sér," sagði Bergvin léttur að lokum.
Athugasemdir
banner