Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   fös 27. júní 2025 23:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bergvin í gír eftir þrennu: Djöfull hlakka ég til að pakka Árna Guðna saman
Lengjudeildin
Bergvin Fannar.
Bergvin Fannar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta gerist varla betra, hrikalega sáttur. Ég er búinn að vera hóta þessu í síðustu leikjum, búinn að vera óheppinn að skora ekki fleiri, en svo bara loksins kom það. Það hlaut að koma að þessu, mörk úr öllum áttum," sagði Bergvin Fannar Helgason, framherji ÍR, eftir öruggan sigur á Grindavík í kvöld.

Bergvin gerði sér lítið fyrir og setti þrennu í leiknum fyrir topplið deildarinnar.

Lestu um leikinn: ÍR 6 -  1 Grindavík

„Jafnvel besta frammistaðan á tímabilinu, vorum samt ekkert alltof góðir í fyrri hálfleik, en seinni hálfleikurinn er besta frammistaðan í sumar."

„Við komum vitlausir út í seinni hálfleikinn, setjum mark nokkuð snemma og síðan brotna þeir, við keyrum á þá. Við gefum þeim etit klaufalegt mark, hefðum getað gert betur þar, en annars bara hrikalega sáttur."

„Ég er glaður að hinir strákarnir náðu að skora. Víðir setti tvö, hrikalega sáttur við það og Emil, ég gaf honum eitt, ákvað að vera góður við hann. Frábært að þeir hafi skorað líka."

„Já, það er erfitt að stoppa okkur í föstum leikatriðum. Sjáðu líka hæðina í þessu liði, meðalhæðin er 1,95, það á enginn séns í okkur maður."


Næsti leikur er gegn Árna Guðnasyni og hans lærisveinum í Fylki. Árni þjálfaði ÍR áður en hann hélt í Árbæinn síðasta haust.

„Djöfull hlakka ég til að mæta Árna Guðna maður, ha!? Ég hef sjaldan verið jafn spenntur að vonandi pakka honum saman."

ÍR hefur svo sannarlega komið á óvart í sumar.

„Það átti enginn von á þessu, allir spáðu okkur neðarlega, það hafði enginn trú á okkur, en við höfum sannað að þeir höfðu rangt fyrir sér," sagði Bergvin léttur að lokum.
Athugasemdir
banner