Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 27. júní 2025 23:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bergvin í gír eftir þrennu: Djöfull hlakka ég til að pakka Árna Guðna saman
Lengjudeildin
Bergvin Fannar.
Bergvin Fannar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta gerist varla betra, hrikalega sáttur. Ég er búinn að vera hóta þessu í síðustu leikjum, búinn að vera óheppinn að skora ekki fleiri, en svo bara loksins kom það. Það hlaut að koma að þessu, mörk úr öllum áttum," sagði Bergvin Fannar Helgason, framherji ÍR, eftir öruggan sigur á Grindavík í kvöld.

Bergvin gerði sér lítið fyrir og setti þrennu í leiknum fyrir topplið deildarinnar.

Lestu um leikinn: ÍR 6 -  1 Grindavík

„Jafnvel besta frammistaðan á tímabilinu, vorum samt ekkert alltof góðir í fyrri hálfleik, en seinni hálfleikurinn er besta frammistaðan í sumar."

„Við komum vitlausir út í seinni hálfleikinn, setjum mark nokkuð snemma og síðan brotna þeir, við keyrum á þá. Við gefum þeim etit klaufalegt mark, hefðum getað gert betur þar, en annars bara hrikalega sáttur."

„Ég er glaður að hinir strákarnir náðu að skora. Víðir setti tvö, hrikalega sáttur við það og Emil, ég gaf honum eitt, ákvað að vera góður við hann. Frábært að þeir hafi skorað líka."

„Já, það er erfitt að stoppa okkur í föstum leikatriðum. Sjáðu líka hæðina í þessu liði, meðalhæðin er 1,95, það á enginn séns í okkur maður."


Næsti leikur er gegn Árna Guðnasyni og hans lærisveinum í Fylki. Árni þjálfaði ÍR áður en hann hélt í Árbæinn síðasta haust.

„Djöfull hlakka ég til að mæta Árna Guðna maður, ha!? Ég hef sjaldan verið jafn spenntur að vonandi pakka honum saman."

ÍR hefur svo sannarlega komið á óvart í sumar.

„Það átti enginn von á þessu, allir spáðu okkur neðarlega, það hafði enginn trú á okkur, en við höfum sannað að þeir höfðu rangt fyrir sér," sagði Bergvin léttur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner