Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 27. júní 2025 23:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bergvin í gír eftir þrennu: Djöfull hlakka ég til að pakka Árna Guðna saman
Lengjudeildin
Bergvin Fannar.
Bergvin Fannar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta gerist varla betra, hrikalega sáttur. Ég er búinn að vera hóta þessu í síðustu leikjum, búinn að vera óheppinn að skora ekki fleiri, en svo bara loksins kom það. Það hlaut að koma að þessu, mörk úr öllum áttum," sagði Bergvin Fannar Helgason, framherji ÍR, eftir öruggan sigur á Grindavík í kvöld.

Bergvin gerði sér lítið fyrir og setti þrennu í leiknum fyrir topplið deildarinnar.

Lestu um leikinn: ÍR 6 -  1 Grindavík

„Jafnvel besta frammistaðan á tímabilinu, vorum samt ekkert alltof góðir í fyrri hálfleik, en seinni hálfleikurinn er besta frammistaðan í sumar."

„Við komum vitlausir út í seinni hálfleikinn, setjum mark nokkuð snemma og síðan brotna þeir, við keyrum á þá. Við gefum þeim etit klaufalegt mark, hefðum getað gert betur þar, en annars bara hrikalega sáttur."

„Ég er glaður að hinir strákarnir náðu að skora. Víðir setti tvö, hrikalega sáttur við það og Emil, ég gaf honum eitt, ákvað að vera góður við hann. Frábært að þeir hafi skorað líka."

„Já, það er erfitt að stoppa okkur í föstum leikatriðum. Sjáðu líka hæðina í þessu liði, meðalhæðin er 1,95, það á enginn séns í okkur maður."


Næsti leikur er gegn Árna Guðnasyni og hans lærisveinum í Fylki. Árni þjálfaði ÍR áður en hann hélt í Árbæinn síðasta haust.

„Djöfull hlakka ég til að mæta Árna Guðna maður, ha!? Ég hef sjaldan verið jafn spenntur að vonandi pakka honum saman."

ÍR hefur svo sannarlega komið á óvart í sumar.

„Það átti enginn von á þessu, allir spáðu okkur neðarlega, það hafði enginn trú á okkur, en við höfum sannað að þeir höfðu rangt fyrir sér," sagði Bergvin léttur að lokum.
Athugasemdir
banner