Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 28. júní 2025 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni eftir langþráðan sigur: Ber ábyrgð á börnunum og sjúkraþjálfurum
Lengjudeildin
Árni Guðna.
Árni Guðna.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Skoruðu fjögur mörk í dag.
Skoruðu fjögur mörk í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er góð, langt síðan síðast, nú þarf bara að venjast þessu og halda áfram að sækja sigra," sagði Árni Guðnason, þjálfari Fylkis, eftir 1-4 útisigur á Völsungi í Lengjudeildinni.

Þetta var einungis annar sigur Fylkis í sumar en hinn kom gegn Selfossi snemma í mótinu. Umræðan hefur verið þannig að það sé heitt undir Árna og stutt í að gerðar yrðu breytingar ef gengið færi ekki að batna. Hugsaðir þú að þið þyrftuð að vinna?

Lestu um leikinn: Völsungur 1 -  4 Fylkir

„Ég vinn mikið með að við þurfum ekki að gera neitt, en við ætluðum okkur að vinna. Ég hef alveg hugsað að staðan sé ekki góð og auðvitað veit maður hvernig þessi heimur virkar. En mér finnst liðið og leikmenn ennþá trúa á þetta verkefni og þessi sigur var... ekki besti leikurinn okkar í sumar, en gott að fá þrjú stig."

„Góð mörk, annað markið smá slysamark, en heilt yfir liðsframmistaða, menn ætluðu sér þetta og það er einfaldara að ná í úrslit þegar liðið gerir þetta saman."

„Ég er hrikalega ánægður með strákana sem komu inn á og þá sem byrjuðu, allir spiluðu vel í dag. Liðið á þennan sigur algjörlega."


Árni fékk gult spjald seint í leiknum. „Heyrðu af því að sjúkraþjálfarinn var svo lengi inn á völlinn, ég ber ábyrgð á honum. Maður þarf að bera ábyrgð á börnunum sínum og einhverjum sjúkraþjálfurum, það er bara áfram gakk."

Árni ræðir um Emil Ásmunds, Arnar Núma og komandi leik gegn ÍR í viðtalinu sem má nálgast í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner