Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 27. júní 2025 22:44
Alexander Tonini
Gunnar Már: Rautt spjald, nýr markmaður og mark á okkur á sömu mínútu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir voru bara sterkari en við inn í vítateignum og skora eftir tvær hornspyrnur. Mér fannst við ekki mæta almennilega til leiks. Við vorum að detta, rosalega mikið af feilsendingum, vorum ekki að vinna seinni boltann.
Áttum erfitt með að vinna bolta tvö sem þeir nýttu sér vel og skora á okkur eftir tvær hornspyrnur.
Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn ágætlega en þetta fer frá okkur þegar rauða spjaldið kemur"
, sagði Gunnar Már þjálfari Fjölnis um hvað fór úrskeiðis þegar liðið hans fékk skell á heimavelli 5-0 í leik sem heimamenn sáu aldrei til sólar.

„Rautt spjald, nýr markmaður og fáum á okkur mark á sömu mínútu. Það er erfitt að díla við það. Við náðum ekki að fylgja eftir frábærum leik seinast. Það sem við gerðum virkilega vel þar var að halda í boltann og byggja vel upp sóknirnar en vorum ekki að ná því núna."

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  5 Þór

Varnarleikurinn hjá heimamönnum var langt frá því að vera ásættanlegur í kvöld, og fimmta mark gestanna er gott dæmi um það. Reynir Haraldsson, fyrirliði Fjölnis, reyndi að vippa boltanum yfir Ibrahima Balde — sem misheppnaðist herfilega. Balde sem er 190 cm þakkaði fyrir sig og tók boltann og þaut upp völlinn. Í kjölfarið sendi hann Aron Inga einn í gegn sem kláraði færið, og þar með var niðurlægingin orðin fullkomin.

„Leikurinn er í sjálfu sér farinn frá okkur þar, þannig að ég er ekki að hengja mig á það atriði. Frekar að skoðað það hvernig Ibrahima Balde getur verið frír í hornspyrnum hjá okkur, að engin skuldi dekka hann. Það er alvarlegra og það vantar að einhver stígi upp og taki ábyrgð í föstu leikatriðunum"

Það vakti athygli hversu oft Ibrahima Balde var frír inni í teig Fjölnismanna í kvöld og hafði Gunnar Már þetta að segja:

„Það var ekki lagt upp með að hann fengi allt þetta pláss. Þetta er bara einbeitingarleysi og menn kannski að hengja haus og missa trúna eftir að lenda 3-0 undir og allt það"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner