Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   fös 27. júní 2025 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóa fannst Grindvíkingar brotna - „Hann gerir bara svo mikið fyrir liðið"
Lengjudeildin
Jói kátur.
Jói kátur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mjög sáttur með framherjann sinn Bergvin Fannar.
Mjög sáttur með framherjann sinn Bergvin Fannar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við getum ekki verið annað en sáttir, mjög flott frammistaða, sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, við Fótbolta.net eftir öruggan sigur á Grindavík í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 6 -  1 Grindavík

„Mörk geta breytt leikjum og brotið lið og mér fannst þeir brotna við annað markið."

„Ég er búinn að vera mjög ánægður með Begga (Bergvin Fannar Helgason) í eiginlega allt sumar, kannski aðeins vantað mörkin hjá honum, en hann gerir bara svo mikið fyrir liðið og er búinn að vera alveg geggjaður varnarlega."

„Ég er ánægður með sex mörk, mjög jákvætt og virkilega gaman að sjá Víði (Frey Ívarsson) koma inn á. Kom rétt fyrir hálfleik og var svo frábær í seinni hálfleik, hrikalega gaman að sjá þegar strákar koma svona inn og sýna almennilega hvað þeir geta."

„Við getum ekki verið neitt annað en ánægðir með það sem við erum að gera hérna, en við verðum að vera með augun á boltanum. Við megum ekki gera neitt eftir, það sást í markinu sem við fáum á okkur."

„Framhaldið leggst mjög vel í mig, framundan mjög erfiður leikur á móti Fylki. Það er alltaf gaman að hitta Árna, hann er mjög skemmtilegur náungi,"
sagði Jói sem hittir Árna Guðnason fyrir í næsta leik. Árni er í dag þjálfari Fylkis en var áður meðþjálfari Jóa hjá ÍR.
Athugasemdir
banner
banner