Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 28. júní 2025 17:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alli Jói: Ætla ekki að henda neinum undir rútuna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Það fer svolítið mikið frá okkur í 1-3," sagði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, við Fótbolta.net eftir tap gegn Fylki á heimavelli í dag.

Lestu um leikinn: Völsungur 1 -  4 Fylkir

„Fyrri hálfleikurinn er að mörgu leyti vel spilaður af okkar hálfu. 2-0 markið eru einstaklingsmistök sem bara gerast, það er bara partur af þessu. Við ræddum saman í hálfleik og komum vel stemmdir inn í seinni hálfleik; náðum í markið til að gera þetta að leik. Það kom eðlilega smá skjálfti í Fylkisliðið. Þess vegna erum við mjög svekktir með hvernig við fengum á okkur þriðja markið, það var óþarfi, því augnablikið var með okkur."

„Ég ætla ekki að henda neinum undir rútuna eða neitt svoleiðis, þetta er ákvörðunartaka hvernig við erum að velja og hvernig við töpum boltanum. Þeir komast í of mikla yfirtölu af því við vorum að búa til yfirtölu annars staðar á vellinum."


Alli Jói hefur ekki stórar áhyggjur af liðinu þrátt fyrir tapið. „Að mörgu leyti góð frammistaða hjá liðinu. Mörkin aðeins auðveld og við þurfum að skoða það, en heilt yfir er leikurinn vel spilaður. Ég ætla ekki að hafa stórar áhyggjur, en ég er svekktur með þessi úrslit, þau eru ljót."

Þjálfarinn var ánægður með umgjörðina, en hann er í þessum skrifuðu orðum á hliðarlínunni að stýra kvennaliði Völsungs sem er að spila við ÍH. Hann ræðir um stóra Völsungsdaginn og þjálfarastarfið í viðtalinu sem má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner