Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 27. júní 2025 21:40
Alexander Tonini
Siggi Höskulds: Ég held að Fjölnir hafi ekki fengið eitt einasta færi
Lengjudeildin
Siggi í Grafarvoginum í kvöld.
Siggi í Grafarvoginum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Töff leikur, erfiðar aðstæður, svolítið laus völlurinn. Rosalega stutt í einhver mistök þegar menn voru að renna. Ég var ánægður með að Fjölnisliðið reyndi að spila, en það var bara erfitt fyrir þá að reyna að komast í gegnum okkur. Við refsuðum þeim illilega og sérstaklega í seinni hálfleik", sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs eftir flottan útisigur sinna manna 5-0 á móti Fjölni.

Leikurinn sjálfur var algjör einstefna af hálfu gestanna og Fjölnismenn sáu aldrei til sólar. Lokatölur 5-0 gefa hárrétta mynd af leiknum hér í Grafarvoginum.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  5 Þór

Leikir Þórs í sumar hafa boðið upp á mörk bæði skoruð og fengin á sig. En með því að halda hreinu í þessum leik þá er liðið að tengja saman tvo leiki í röð án þess að fá á sig mark.

„Tveir sigurleikir í röð án þess að fá á okkur mark og lítið af færum. Ég held að Fjölnir hafi ekki fengið eitt einasta færi. Þetta var eitthvað sem við þurftum að taka til í, mér hefur fundist varnarleikurinn góður í sumar en öll færin hjá andstæðingunum hafa verið mörk. Núna kom ekkert færi og engin mörk, þannig að ég er sáttur."

„Já,já hann er mikið slasaður. Þetta var glórulaus tækling og bara með ólíkindum að hann hafi ekki farið út af með rautt spjald sem tæklaði hann", bætti Siggi við um glórulausa tæklingu Óskar Dags Jónassonar á 17. mínútu leiks þegar hann henti sér í skriðtæklingu aftan frá og stórslasaði Vilhelm Ottósson sem gat ekki gengið sjálfur af velli.

Siggi Höskulds vildi þó ekki tjá sig um dómgæsluna almennt en Gunnar Már þjálfari Fjölnis var ítrekið að missa sig á hliðarlínunni í leiknum vegna hennar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner