Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. júlí 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal fylgist með Maddison og Ödegaard - Gengur illa að selja
Martin Ödegaard
Martin Ödegaard
Mynd: Getty Images
Arsenal er á fullu í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Í töluverðan tíma hefur Granit Xhaka verið orðaður í burtu frá félaginu og er Roma félagið sem hefur hvað mest reynt að fá Svisslendinginn.

Enn hefur ekki tekist að brúa bilið milli þess sem Roma er tilbúið að borga fyrir miðjumanninn og þess sem Arsenal vill fá fyrir leikmanninn.

Arsenal vill þá selja Hector Bellerin en Ítalíumeistararnir í Inter vilja fá hann á láni út tímabilið. Arsenal vill einungis selja eða hafa klásúlu í lánssamningnum um að Inter verði að kaupi leikmanninn næsta sumar.

Félagið er þá í leit að styrkingu og eru tveir miðjumenn orðaðir við liðið í dag. Arsenal er sagt fylgjast með Martin Ödegaard og þróunina á hans málum hjá Real Madrid. Ödegaard var á láni seinni hluta tímabilsins hjá Arsenal en óvíst er hvort hann sé í framtíðarplönum Real.

James Maddison, miðjumaður Leicester, er einnig orðaður við Arsenal. Leicester vill ekki selja Maddison og hefur sett 70 milljón punda verðmiða á miðjumanninn. Ólíklegt er að Arsenal sé tilbúið að greiða þá upphæð fyrir leikmanninn og engar líkur eru taldar á því að bæði Maddison og Ödegaard verði keyptir til Arsenal í sumar.

Loks hefur verið greint frá því Arsenal sé að ganga frá kaupum á Ben White frá Brighton.
Athugasemdir
banner
banner