Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 28. ágúst 2024 12:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðshópurinn - Gylfi snýr aftur
Icelandair
Gylfi og Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Gylfi og Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian er ekki í hópnum.
Kristian er ekki í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn. Hann er í hópnum sem hefur leik í Þjóðadeildinni gegn Svartfjallalandi heima og Tyrklandi ytra.

Gylfi hefur leikið vel með Val í Bestu deildinni en hann er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins.

Þetta er 24 manna hópur en frá síðasta hóp - sem var valinn í maí - þá eru fimm breytingar. Ásamt Gylfa, þá koma Valgeir Lunddal, Guðlaugur Victor Pálsson, Hjörtur Hermannsson og Logi Tómasson inn í hópinn.

Valgeir og Logi komu inn í hópinn síðast eftir að aðrir þurftu að draga sig úr hópnum. Guðlaugur Victor gat þá ekki tekið þátt í síðasta verkefni vegna meiðsla.

Athygli vekur að Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax, er ekki með að þessu sinni.

Markverðir:
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 6 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford - 11 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson - K.V. Kortrijk - 4 leikir

Varnarmenn:
Alfons Sampsted - Birmingham City - 21 leikur
Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken - 10 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson - Plymouth Argyle F.C. - 44 leikir, 1 mark
Kolbeinn Birgir Finnsson - Utrecht - 12 leikir
Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 51 leikur, 3 mörk
Hjörtur Hermannsson - Carrarese - 27 leikir, 1 mark
Daníel Leó Grétarsson - SønderjyskE - 18 leikir
Logi Tómasson - Strømsgodset - 3 leikir

Miðjumenn:
Jóhann Berg Guðmundsson - Al-Orobah - 93 leikir, 8 mörk
Arnór Sigurðsson - Blackburn Rovers - 33 leikir, 2 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson - Valur - 80 leikir, 27 mörk
Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 58 leikir, 6 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 37 leikir, 5 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 19 leikir, 3 mörk
Willum Þór Willumsson - Birmingham City - 9 leikir
Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End - 20 leikir, 1 mark
Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 15 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson - AGF - 28 leikir, 2 mörk
Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 27 leikir, 3 mörk

Sóknarmenn:
Orri Steinn Óskarsson - FC Köbenhavn - 8 leikir, 2 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 24 leikir, 6 mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner