Fyrstu leikjum kvöldsins er lokið í enska deildabikarnum þar sem Hákon Rafn Valdimarsson átti góða frumraun á milli stanganna hjá Brentford.
Hákon Rafn fékk tækifærið í byrjunarliðinu á útivelli gegn D-deildarliði Colchester United og reyndist hann hetja Brentford í leiknum.
Brentford tók forystuna í uppbótartíma fyrri hálfleiks með marki frá Keane Lewis-Potter en lenti í vandræðum í síðari hálfleik. Brentford var ekki að skapa sér færi eftir leikhlé en heimamenn voru hættulegri í sínum sóknaraðgerðum.
Það var á 82. mínútu sem Colchester fékk besta tækifærið til að jafna metin, þegar Jack Payne steig á vítapunktinn. Hákon gerði sér þó lítið fyrir og varði spyrnuna frá Payne til að halda Brentford í forystunni.
Sjö mínútum var bætt við en Colchester tókst ekki að jafna og urðu lokatölur 0-1 fyrir Brentford, þökk sé markvörslu Hákons sem má sjá hér neðar í fréttinni.
West Ham tók á móti Bournemouth í úrvalsdeildarslag og var hart barist á London Stadium. Staðan hélst markalaus allt þar til á lokakaflanum þrátt fyrir fín færi á báða bóga.
Það var að lokum Jarrod Bowen sem gerði gæfumuninn með marki á 88. mínútu, eftir undirbúning frá Mohammed Kudus.
Goncalo Guedes skoraði þá bæði mörkin í 2-0 sigri Wolves gegn Burnley. Þar var aðeins eitt lið á vellinum og virtist sigur Úlfanna aldrei í hættu.
Úrvalsdeildarnýliðar Southampton lögðu svo Cardiff City að velli í Wales í sjö marka leik, þar sem Southampton þurfti að taka forystuna fjórum sinnum til að sigra. Það var að lokum bakvörðurinn James Bree sem gerði sigurmarkið á 91. mínútu, eftir að Cameron Archer, Mateus Fernandes og Samuel Amo-Ameyaw skoruðu fyrstu þrjú mörkin.
Að lokum komu Wycombe Wanderers á óvart þegar þeir lögðu Swansea á útivelli. Wycombe leikur í League One á meðan Swansea er í Championship deildinni.
Ipswich Town er þá að spila útileik gegn AFC Wimbledon sem fer beint í vítaspyrnukeppni eftir að liðin gerðu 2-2 jafntefli í venjulegum leiktíma.
Hákon að verja víti í fyrsta mótsleik fyrir Brentford #fotboltinet pic.twitter.com/4LqIP0viyN
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 28, 2024
Colchester 0 - 1 Brentford
0-1 Keane Lewis-Potter ('45+1)
West Ham 1 - 0 Bournemouth
1-0 Jarrod Bowen ('88)
Wolves 2 - 0 Burnley
1-0 Goncalo Guedes ('38)
2-0 Goncalo Guedes ('54)
Cardiff City 3 - 5 Southampton
0-1 Mateus Fernandes ('10 )
1-1 Rubin Colwill ('21 )
1-2 Samuel Amo-Ameyaw ('30 )
2-2 Ronnie Edwards ('48 , sjálfsmark)
2-3 Cameron Archer ('55 )
3-3 Alex Robertson ('57 )
3-4 James Bree ('91 )
3-5 Cameron Archer ('94)
Swansea 0 - 1 Wycombe
0-1 R. Kone ('40)
Athugasemdir