Newcastle klúbburinn á Íslandi efnir til glæsilegrar hópferðar á St James' Park þar sem Newcastle mætir Manchester United þann 12 apríl 2025.
Ferðin fer fram frá föstudeginum 11. apríl til mánudagsins 14. apríl 2025. Innifalið í ferðinni er gisting í 3 nætur með morgunverði á 4 stjörnu hótelinu Leonardo Hotel Newcastle, sem er nútímalegt og vel staðsett hótel í miðbæ Newcastle. Hótelið er í göngufæri við helstu áhugaverða staði borgarinnar, s.s. Center of Life, Newcastle Discovery Museum og Utilita Arena, auk fjölda frábærra veitingastaða.
Miðar á leikinn með sætum (nánari upplýsinga á vefnum) akstur til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn og flug með Icelandair þar sem innifalinn er 23 kg innritaður farangur og 10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair. Hægt að greiða fyrir ferðina með Netgíró og lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.
Athugið að leikdagur verður endanlega staðfestur af enska knattspyrnusambandinu 7 vikum fyrir leikdag.
Bókanir eru hafnar og sætin eru takmörkuð – tryggðu þér ógleymanlega upplifun á St James' Park með Newcastle klúbbnum! Fyrstir koma fyrstir fá.
Kristinn Bjarnason hjá Newcastle klúbbnum segir að það sé mikil tilhlökkun og salan í ferðina fari vel af stað. Meðfylgjandi eru myndir frá Ölveri þar sem klúbburinn hélt viðburð daginn fyrir fyrsta leik tímabilsins.
Horft var á upprifjun frá völdum leikjum á síðasta tímabili, skemmtilegt pöbb kviss, stjórn ræddi framgang mála undanfarna mánuði og umræða um komandi tímabil átti sér stað. Þetta mættu fleiri klúbbar taka til fyrirmyndar.
Athugasemdir