Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   fim 28. september 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfði í fyrsta sinn eftir komuna til Englands
Mynd: Crystal Palace
Matheus Franca er búinn með sína fyrstu æfingu hjá Crystal Palace eftir komuna frá Flamengo.

Brasilíski táningurinn skrifaði undir fimm ára samning í ágúst en hann hefur ekki getað æft vegna álagsmeiðsla.

Nokkrir leikmenn hjá Palace eru meiddir fyrir leikinn gegn Manchester United á laugardag og bættist Dean Henderson við meiðslalistann þegar hann meiddist gegn United í deildabikarnum á þriðjudag.

Franca er sóknarmaður sem Palace greiddi 26 milljónir punda fyrir. Horft er á hann sem arftaka fyrir Wilfried Zaha.

Michael Olise, Jefferson Lerma, James Tomkins og Franca eru á meiðslalistanum ásamt Henderson. Þeir Naouirou Ahamada og Odsonne Edouard gætu snúið til baka fyrir leikinn gegn United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner