Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 28. september 2023 07:45
Fótbolti.net
Spáð góðu veðri og jöfnum leik á föstudagskvöld
Víðir mætir KFG á Laugardalsvelli.
Víðir mætir KFG á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudagskvöld klukkan 19:15 mætast Víðir í Garði og KFG í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda, á Laugardalsvelli. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Það má búast við mjög jöfnum og spennandi leik samkvæmt niðurstöðu úr skoðanakönnun sem var á forsíðu. Aðeins fleiri spá KFG sigri en mjótt er á munum.

Talandi um spár, veðurspáin er sérdeilis prýðileg. Samkvæmt vinum okkar á blika.is verður hitastigið rétt undir 10 gráðunum og vindhraðinn aðeins 2-3 m/s meðan á leik stendur.

Tryggðu þér miða hérna

Fyrri viðureignir félaganna
Síðast mættust þessi lið 22. júlí í fyrra, í 3. deildinni, og þá enduðu leikar 3-3 í Garðinum. Liðin hafa alls mæst 12 sinnum, fyrst 2011. Víðir er með 6 sigra, KFG 4 sigra og 2 leikir hafa endað með jafntefli.
Mynd: Fótbolti.net

   27.09.2023 10:30
Rútuferð og upphitun á Ölveri hjá Víðismönnum - KFG á Dúllubarnum

Athugasemdir
banner
banner