Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 27. september 2023 10:30
Fótbolti.net
Rútuferð og upphitun á Ölveri hjá Víðismönnum - KFG á Dúllubarnum
Stuðningsmenn KFG hita upp á Dúllubarnum.
Stuðningsmenn KFG hita upp á Dúllubarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiðin á Laugardalsvöll!
Leiðin á Laugardalsvöll!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudagskvöld klukkan 19:15 mætast Víðir í Garði og KFG í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins á Laugardalsvelli. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Spennandi verður að sjá hvaða lið verður fyrsti sigurvegarinn í þessari nýju keppni sem er bikarkeppni neðri deilda. Veðurspáin fyrir leikinn er virkilega fín og spennan að magnast. Stuðningsmenn beggja liða verða með upphitanir.

Víðismenn hittast á Ölveri en þangað eru að sjálfsögðu allir hlutlausir velkomnir að auki til að hita upp fyrir úrslitaleikinn.

Víðir stendur fyrir rútuferð sem fer frá Víðishúsinu klukkan 16 á föstudag. Rútan fer á Laugardalsvöll og á Ölver þar sem Joey Drummer rífur stemninguna i gang. Nánar á heimasvæði Víðis á Facebook.

   26.09.2023 12:40
Miðasala hafin á úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins


Stuðningsmenn KFG hittast á heimavelli, Dúllubarnum í Garðabæ, undir stúku Samsung vallarins. Upphitun KFG manna á Dúllubarnum hefst klukkan 16:30 á föstudaginn og þar verður hægt að kaupa hina umtöluðu KFG treyju. Rúta fer frá Dúllubarnum á Laugardalsvöll.

   26.09.2023 15:24
Baldvin Borgars rýnir í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins


Tryggðu þér miða hérna
Hver er fótboltamaður/kona ársins?
Athugasemdir
banner
banner
banner