Á föstudagskvöld klukkan 19:15 mætast Víðir í Garði og KFG í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins á Laugardalsvelli. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Spennandi verður að sjá hvaða lið verður fyrsti sigurvegarinn í þessari nýju keppni sem er bikarkeppni neðri deilda. Veðurspáin fyrir leikinn er virkilega fín og spennan að magnast. Stuðningsmenn beggja liða verða með upphitanir.
Spennandi verður að sjá hvaða lið verður fyrsti sigurvegarinn í þessari nýju keppni sem er bikarkeppni neðri deilda. Veðurspáin fyrir leikinn er virkilega fín og spennan að magnast. Stuðningsmenn beggja liða verða með upphitanir.
Víðismenn hittast á Ölveri en þangað eru að sjálfsögðu allir hlutlausir velkomnir að auki til að hita upp fyrir úrslitaleikinn.
Víðir stendur fyrir rútuferð sem fer frá Víðishúsinu klukkan 16 á föstudag. Rútan fer á Laugardalsvöll og á Ölver þar sem Joey Drummer rífur stemninguna i gang. Nánar á heimasvæði Víðis á Facebook.
26.09.2023 12:40
Miðasala hafin á úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins
Stuðningsmenn KFG hittast á heimavelli, Dúllubarnum í Garðabæ, undir stúku Samsung vallarins. Upphitun KFG manna á Dúllubarnum hefst klukkan 16:30 á föstudaginn og þar verður hægt að kaupa hina umtöluðu KFG treyju. Rúta fer frá Dúllubarnum á Laugardalsvöll.
26.09.2023 15:24
Baldvin Borgars rýnir í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins
Tryggðu þér miða hérna
Athugasemdir