Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   lau 28. september 2024 16:01
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Breiðablik og Valur með sigra í titilbaráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Valur eru í harðri titilbaráttu eins og svo oft áður í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 FH

Liðin mættu bæði til leiks í næstsíðustu umferð deildartímabilsins í dag og unnu sína leiki, þar sem Breiðablik fékk FH í heimsókn og lenti undir snemma leiks.

Elísa Lana Sigurjónsdóttir tók forystuna fyrir Hafnfirðinga en Samantha Smith og Andrea Rut Bjarnadóttir sneru stöðunni við með þremur mörkum á þrettán mínútna kafla.

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir minnkaði muninn skömmu síðar og var staðan 3-2 fyrir Blika eftir frábæran fyrri hálfleik sem minnti einna helst á borðtennisviðureign þar sem sáust færi og mörk á báða bóga.

Leikurinn róaðist aðeins niður í síðari hálfleik og voru heimakonur í liði Breiðabliks sterkari aðilinn. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fjórða mark Blika á 63. mínútu, eftir frábæran undirbúning frá Samantha sem fór framhjá tveimur andstæðingum úti á kantinum áður en hún gaf frábæra fyrirgjöf.

Eftir þetta mark tóku heimakonur öll völd á vellinum og voru óheppnar að bæta ekki við forystuna, en lokatölur urðu 4-2 og er ljóst að Blikum nægir jafntefli gegn Val í lokaumferðinni til að tryggja sér titilinn.

Breiðablik 4 - 2 FH
0-1 Elísa Lana Sigurjónsdóttir '5
1-1 Samantha Rose Smith '20
2-1 Andrea Rut Bjarnadóttir '31
3-1 Samantha Rose Smith '33
3-2 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir '36
4-2 Katrín Ásbjörnsdóttir '63

Valur þarf aftur á móti sigur gegn Blikum þar sem eitt stig skilur liðin að í titilbaráttunni. Valskonur unnu góðan sigur á útivelli gegn Víkingi R. í Reykjavíkurslag í dag, þar sem Fanndís Friðriksdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir skoruðu mörkin í fyrri hálfleik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 2 Valur

Valur var sterkari aðilinn í nokkuð bragðdaufum fyrri hálfleik, en markið sem Anna Rakel skoraði var afar laglegt og kom beint úr aukaspyrnu.

Shaina Ashouri minnkaði muninn fyrir Þrótt eftir orkumikla byrjun á seinni hálfleiknum en leikurinn róaðist niður eftir það.

Valskonur gerðu vel að drepa leikinn og fengu þær bestu færi seinni hálfleiksins. Þær stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar í Víkinni og þurfa núna sigur gegn Blikum í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn 2024.

Víkingur R. 1 - 2 Valur
0-1 Fanndís Friðriksdóttir '21
0-2 Anna Rakel Pétursdóttir '41
1-2 Shaina Faiena Ashouri '47 1-2
Athugasemdir
banner
banner
banner