Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. nóvember 2021 20:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Adam Ingi verulega glaður - „Ég lifi í draumi"
Adam Ingi Benediktsson.
Adam Ingi Benediktsson.
Mynd: Guðmundur Svansson
Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson var hress og kátur eftir að hafa spilað sinn fyrsta deildarleik í efstu deild í Svíþjóð.

Hann hélt hreinu þegar Gautaborg vann 4-0 sigur gegn Östersund í sænsku úrvalsdeildinni.

Adam Ingi er nýorðinn 19 ára. Hann er fæddur á Grundarfirði og spilaði hann með FH og HK í yngri flokkunum áður en hann fór erlendis. Hann er búinn að koma sér inn í myndina hjá Gautaborg og fékk eldskírn sína í deild þeirra bestu í Svíþjóð í dag.

„Ég lifi í draumi," sagði Adam eftir leikinn, sem mun lifa lengi í minningunni.

„Að spila fyrir framan 15 þúsund manns, ég er bara frá smábæ á Íslandi," sagði Adam og brosti.

Hér að neðan má sjá viðtalið sem var tekið við hann eftir leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner