Breiðablik fær Maccabi Tel Aviv í heimsókn í næst síðustu umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudaginn en ljóst er að Breiðablik eigi ekki möguleika á að komast áfram.
Breiðablik hefur spilað leiki sína á Laugardalsvelli í riðlakeppninni en það hefur verið tilkynnt að leikurinn hefur verið færður á Kópavogsvöll. Breiðablik þurfti að spila á Laugardalsvelli þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA, meðal annars vegna flóðljósa.
Leikurinn mun fara fram klukkan 13 en hann hefur verið færður þar sem talið er að Laugardalsvöllur verði ekki leikfær vegna næturfrosts.
Breiðablik er á botninum í B riðli án stiga en liðið tapaði naumlega 3-2 gegn Gent á laugardalsvelli í síðustu umferð.
Athugasemdir