Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   fim 29. janúar 2026 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Freyr óvænt til Færeyja (Staðfest) - Njarðvíkingar ósáttir við umboðsmanninn
Samdi við Njarðvík í desember en er nú á leið til Færeyja.
Samdi við Njarðvík í desember en er nú á leið til Færeyja.
Mynd: Fótbolti.net - Stefán Marteinn
Alex í leik með Fram.
Alex í leik með Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Elísson var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður NSÍ Runavíkur. Hann kemur til félagsins eftir að hafa verið í um tvo mánuði hjá Njarðvík.

Alex kom til Njarðvíkur frá Fram í vetur og hefur leikið með liðinu í æfingaleikjum. Hann var hins vegar með ákvæði í samningi sínum að hann gæti farið erlendis ef áhugi kæmi þaðan.

Alex er 28 ára hægri bakvörður sem skrifar undir samning við NSÍ sem gildir út tímabilið 2026. Sigurður Ragnar Eyjólfsson er þjálfari NSÍ.

Fótbolti.net ræddi við Rafn Markús Vilbergsson, yfirmann fótboltamála hjá Njarðvík, í kjölfar tíðindanna sem koma eins og þruma úr heiðskíru lofti.

„Hann er á leið til Færeyja. Það var ákvæði í samningnum um að hann gæti farið erlendis ef hann hefði áhuga á því. Siggi Raggi var ekki að eltast við Alex en það var umboðsmaðurinn var að auglýsa hann út um allt erlendis sem var ekki partur af samkomulaginu við umboðsmanninn þegar samið var við Alex. Okkur finnst það ekki mjög heiðarlegt ef þú ert að selja leikmenn á Íslandi að láta svo vita af klásúlum út um allan heim," segir Rafn Markús og það mátti heyra að hann væri mjög ósáttur við umboðsmanninn. „Okkur finnst þetta virkilega dapurt."

„Nei, við í rauninni reyndum ekki að sannfæra Alex um að vera áfram, hann hefur áhuga á þessu. Þetta félag er á leið í Evrópuleiki. Við ætluðum ekki að standa í vegi fyrir honum en við erum virkilega ósáttir hvernig þetta þróaðist. Við höfum verið mjög ánægðir með Alex þennan stutta tíma sem hann var hjá okkur og óskum honum alls hins besta í Færeyjum."

„Það er alveg klárt að við þurfum að fá mann í staðinn og það er frétta af vænta hjá okkur á næstu dögum. En það er ekki bakvörður, það var ekki undirbúið,"
segir Rafn Markús.



Athugasemdir
banner
banner