Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. mars 2021 15:00
Elvar Geir Magnússon
Zlatan: Ekki neitt sem ég á eftir að sanna
Zlatan fagnar með félögum sínum í landsliðinu.
Zlatan fagnar með félögum sínum í landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic hjálpaði Svíþjóð að vinna Kosóvó og segir að nú sé ekki neitt eftir að sanna.

Þessi 39 ára sóknarmaður Milan hjálpaði Svíum að vinna Georgíu í síðustu viku og átti svo magnaða stoðsendingu í 3-0 sigrinum gegn Kosóvó í undankeppni HM.

Zlatan segir að staða sín á ferlinum sé breytt og nú snúist þetta um að njóta þess og hafa gaman í lokin á ferli sínum.

„Nú er ég í algjörlega breyttri stöðu á ferlinum. Ég hef sannað allt. Nú er ekkert eftir á ferlinum nema að hafa gaman," segir Zlatan.

„Ég er 39 ára og spila í landsliðinu og með AC Milan. Ekki margir á mínum aldri geta gert það"

Talið er að Zlatan muni framlengja við AC Milan og leika áfram með liðinu á næsta tímabili en hann verður 40 ára í október.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner