Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 29. mars 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég elska Ísland og þann karakter sem Íslendingar hafa"
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic, þjálfari Rauðu stjörnunnar í Serbíu, var gestur í hlaðvarpi hér á Fótbolta.net. Milos, sem er fertugur, er íslenskur ríkisborgari eftir að hafa verið hér á landi frá 2006 til 2017 bæði sem leikmaður og þjálfari.

Í viðtalinu var hann spurður út í tengingu sína við Ísland, en honum þykir mjög vænt um landið.

„Ég elska Ísland og þann karakter sem Íslendingar hafa að hætta aldrei," sagði Milos í viðtalinu.

„Ég lærði mikið á Íslandi. Ég er stoltur af því að vera bæði íslenskur og serbneskur ríkisborgari. Ég var að fá góðar fréttir í gær frá Heimi Gunnlaugssyni hjá Víkingum. Þeir vilja gefa mér frímiða fyrir leikina hjá Víkingi. Hann spurði mig út í heimilisfangið mitt og ég á núna von á því í pósti."

„Ég er mjög ánægður að þeir séu ekki búnir að gleyma mér."

Milos kom fyrst hingað til lands árið 2006 til að spila með Hamri. Hann mundi vel eftir því að hafa spilað í Hveragerði á sínum tíma. Milos sér ekki fyrir sér að snúa aftur til Íslands strax en hann var spurður út í það í viðtalinu hvort hann gæti hugsað sér að þjálfa íslenska landsliðið einhvern tímann í framtíðinni.

„Það er ekki sanngjarnt að tala um það því Ísland er með góðan landsliðsþjálfara. Ég veit það sjálfur að ég hef engan áhuga á því að vera landsliðsþjálfari núna. Ég elska Ísland og væri stoltur af því, en það er ekki eitthvað sem ég er að hugsa um í dag. Ég vil vera á æfingasvæðinu og vinna alla daga með leikmönnum. Það er öðruvísi að vera landsliðsþjálfari. Ég væri stoltur ef það kemur kannski seinna á mínum ferli," sagði Milos. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Milos í stærsta starfi sem íslenskur fótboltaþjálfari hefur gegnt
Athugasemdir
banner
banner
banner